Bætt hefur verið við efni undir linkinn umræða – kennaramenntun á Íslandi efni frá Menntamálaráðuneytinu og KÍ. Þetta efni eru bæði lög og reglugerðir, skýrslur og úttektir. Einnig hefur verið safnað saman efni frá KHÍ og Menntavísindasviði sem tengist kennaramenntun.
Ný bók um kennaramenntun
Út er komin hjá Routledge útgáfunni bókin Cultural-Historical Perspectives on Teacher Education and Development: Learning – Teaching í ritstjórn þeirra Viv Ellis, Anne Edwards og Peter Smagorinsky. Í bókinni er kafli eftir Þuríði J. Jóhannsdóttur, lektor við Menntavísindasvið, sem hún byggir á doktorsverkefni sínu og nefnist hann Deviations from the Conventional: Contradictions as Sources of Change in Teacher Education. Doktorsrannsókn Þuríðar fjallar um kennaranám í fjarnámi.
Í bókinni eru 14 kaflar (greinar) um kennaramenntun eftir höfunda frá ýmsum löndum, s.s. Bretlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Ítalíu, Noregi, Lúxemborg og Íslandi. Ritstjórarnir Viv Ellis og Anne Edwards (Oxford) og Peter Smagorinski (Georgia, Bandaaríkjunum) hafa öll vakið athygli fyrir skrif sín um kennaramenntun. Smagorinski skrifar kafla sem heitir A Vygotskian Analysis of the Construction of Setting in Learning to Teach og Anne Edwards á kaflann How can Vygotsky and his Legacy help us to Understand and Develop Teacher Education?Að öðru leyti eru greinar sem snerta fjölþætt viðfangsefni í kennaranámi, s.s. um þekkingu náttúrufræðikennara frá félags-menningarlegu sjónarhorni (McNicholl og Childs), um heilsu nemenda og hvernig ábyrgð kennarastéttarinnar tekur til breiðara sviðs en áður (Hjörne, Larsson og Säljö) og áhugaverð grein um samband nemenda og kennaranema í vettvangsnámi (Sannino).
Samantekt: Ingvar Sigurgeirsson og Þuríður Jóhannsdóttir
Efni tengt Íslandi
Í mars og apríl 2010 var sett inn á vefinn efni sem tengist umfjöllun um lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni og fjölmenningu þar sem gerð er tilraun til að skoða hvernig þessir þættir hafa áhrif á kennaramenntun á Íslandi. Höfundar efnis eru þau Ólafur Páll Jónsson, Guðný Guðbjörnsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hanna Ragnarsdóttir.
Talis
A number of studies and report have recently been published.
The Talis report is on a study on European teachers attitudes to their work .
Fora
The Nordic xx on teacher education. The Nordic countries hold a biannual special conference on teacher education.
The European xx holds have a special association on teacher education.
TEPE, is a group of researcher specially interested in the policy for TE in Europe.