Lög og reglugerðir
Í október 2009 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út reglugerð um kennaramenntun: Reglugerð um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara nr. 872/2009.
Í júní 2008 voru afgreidd frá Alþingi Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008.
Reglugerð nr. 241/2009 um matsnefnd leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara.
Samkvæmt lögum er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu, ætlaður börnum undir skólaskyldualdri.
Rammalöggjöf um leikskóla og starfsemi hans samanstendur af lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995 og aðalnámskrá leikskóla frá 1999.
Menntamálaráðuneyti mótar uppeldisstefnu leikskóla í aðalnámskrá en sérhver leikskóli á sjálfur að skipuleggja starfsemi sína og gera eigin áætlanir sem byggja á markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrá.
Bygging og rekstur leikskóla er í umsjón sveitarstjórna sem er skylt að hafa forystu um að tryggja börnum dvöl á leikskóla. Rammalöggjöfin kveður einnig á um að leikskólar skuli þannig byggðir og reknir að þeir geti jafn vel sinnt og uppfyllt þarfir fatlaðra sem ófatlaðra barna.
Lög um grunnskóla
Síða Mennta- og menningarmálaráðuneytis um málefni grunnskóla
Lög um framhaldsskóla nr. 92, 2008
Síða Menntamálaráðuneytisins um málefni framhaldsskóla
Útgefnar reglugerðir við lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2008
Auglýsing um útgáfu viðmiða fyrir æðri menntun og prófgráður
Skýrslur og útttektir
Tillögur starfshóps um framtíðarskipan kennaramenntunar 2006. Skýrsla unnin af starfshópi fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Starfshópnum var falið að endurmeta skipulag kennaramenntunar á Íslandi og setja fram tillögur um framtíðarskipan menntunar leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara. Starfshópurinn leggur til að kröfur verði gerðar um fimm ára menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara sem verði staðfestar með lögum.
Mótun stefnu um nám alla ævi : þróun menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi. 2009. Skýrsla þessi er afrakstur af vinnuferli sem einkenndist af opnu samráði. Samráðið fólst í tveimur rýnifundum þar sem þátt tóku um 20 manns í hvorum;sérfræðingar víðsvegar að úr atvinnulífi, menntageira og frá hagsmunasamtökum. Í öðru lagi unnu fimm umræðuhópar að tillögugerð hver á sínu sviði, 7-8 í hverjum hópi. Í þriðja lagi var haldin ráðstefna með þátttöku rúmlega 80 aðila og er framlag þeirra hluti skýrslunnar. Vinnuferlinu var stýrt af Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands.
Menntun í mótun : þróun menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi . 2007. Skýrslan gefur yfirlit yfir stefnumótunarvinnu ESB í menntamálum og gerir grein fyrir þátttöku fulltrúa Íslands í þeirri vinnu. Í fimm köflum er fjallað um þá málaflokka sem menntamálaráðuneytið beindi sjónunum sérstaklega að á þessum tíma í tengslum við þátttöku ráðuneytisins í þemabundinni vinnu í samstarfi við önnur Evrópuríki. Þessir málaflokkar eru:
· Umbætur í málefnum háskóla
· Breytingar í starfi og menntun kennara
· Efling náms í stærðfræði, vísindum og tækni
· Bætt nýting upplýsingatækni í skólastarfi
· Nýjar áherslur í mati á námi – áfangamiðað nám
Skýrsla um Arts and Cultural Education in Iceland skrifuð af Prófessor Anne Bamford 2009. Skólaárið 2008-09 var safnað gögnum um umfang, inntak og gæði listgreinakennslu á Íslandi. Megináhersla rannsóknarinnar fólst í að leita svara við eftirfarandi spurningum:
Hvað er gert í listgeinakennslu og hvernig er það gert? Hver eru gæði listgreinakennslu á Íslandi? Hverjir eru möguleikarnir og hvaða áskoranir felast í greinunum til framtíðar ?
Staða lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum . Niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Menntamálaráðuneytið samkvæmt áætlun sem sett er fram í erindisbréfi dagsettu 10. september 2008. S kýrslan kom út í apríl 2009. Markmið rannsóknarinnar er að kanna stöðu lestrarkennslu í grunnskólum og leita svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig er lestrarkennslu háttað í íslenskum grunnskólum? Eru vísbendingar um að formlegri lestrarkennslu ljúki í einhverjum tilteknum árgangi? Hvernig er lesskilningur nemenda þjálfaður? Hvort/hvaða lesskimunarpróf eru notuð í skólunum og hvernig eru þau nýtt? Er lestur, hlustun, ritun og tal meðvitað samþætt í kennslu samanber markmið aðalnámskrár grunnskóla? Hvernig er þörfum vel læsra og torlæsra nemenda sinnt? Hvaða ráðgjöf stendur kennurum til boða þegar kemur að lestrarkennslu? Hver er menntun kennaranna í úrtakinu? Tekin voru viðtöl við kennara í 4. og 10. bekk og einnig skólastjórnendur.
Menntun, sköpunarkraftur og frumkvæði á tímum hnattrænna breytinga : formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni 2009 á sviði vísinda, menningar og mennta Skýrsla gefin út árið 2008. Í henni er lýst helstu áhersluatriðum og tiltekið hvaða verk þarf að vinna til að þær áherslur geti orið að veruleika. Hér eru nokkur dæmi um áhersluatriði sem fram koma í skýrslunni:
Greining á sérkennum háskóla á Norðurlöndum
Þróun á háskólastiginu og gæðamál
Norræna meistaranámsáætlunin og norræn öndvegissetur
Nýsköpunarmennt og frumkvöðlastarf
Samspil listmennta og vísinda
Skýrsla starfshóps um fjölbreytileika og sveigjanleika í skipulagi náms og námsframboðs Skýrsla skrifuð 2007 og fylgiskjöl hennar.
Úttekt á rannsóknum á sviði fræðslu- og menntamála gefin út 2005 í bókarformi. Hér má finna rafræna samantekt úr þeirri skýrslu einnig frá árinu 2005.
Sameiginleg framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið 2007-2020. Hrönn Pétursdóttir. (2007). Skýrsla unnin fyrir félag grunnskólakennara, samband íslenskra sveitarfélaga og skólastjórafélag Íslands. Í skýrslunni er lýst sameiginlegri sýn þátttakenda á hlutverki, framtíðarsýn, gildi og stefnu til ársins 2020, ásamt því sem markmið, mælikvarðar, viðmið og aðgerðir voru kortlögð. Efnið er sett fram í stefnukorti og skorkorti, í anda aðferðafræði stefnumiðaðs árangursmats (e.Balanced Scorecard).
Kynningarefni frá Menntaþingi 2010
Grunnþættir og viðmið í nýrri menntastefnu. Efni frá menntaþingi sem haldið var af Mennta- og menningamálaráðuneytinu í mars 2010. Þarna eru m.a. kynntir grunnþættir í íslenskri menntun. Þeir eru læsi, lýðræði og mannréttindi, menntun til sjálfbærni, skapandi starf og jafnrétti. Í þessari glærukynningu segir m.a. um þessa þætti:
(grunnþættirnir) Tvinnast saman og mynda ívafið, þræðina sem binda saman uppistöður þekkingar, leikni og hæfni í menntavef nemandans upp í gegnum allt skólakerfið.
•Eru óháðir námsgreinum -koma við sögu í öllu námi.
•Snúast öðru fremur um skólabrag, starfshætti og áherslur í skólastarfi.
•… og stuðla að vitundarvakningu nemandans um sjálfan sig, umhverfið og félagsleg gildi.