Á vefnum vefir.hi.is býður Reiknistofnun upp á aðgang að WordPress vefumsjónarkerfi.  WordPress vefumsjónarkerfið er í senn einfalt og öflugt og ætti hver sem er að geta sett upp vef og komið sínum upplýsingum á framfæri. WordPress býður upp á fjölda stílsniða og viðbóta, en fyrst um sinn mun fjöldi þeirra vera takmarkaður á vefir.hi.is.

Notendur sem óska eftir að setja upp vef á þessu svæði sækja um slíkt í Uglu á þar til gerðu umsóknarformi.  Hægt er að sækja um vef undir léninu vefir.hi.is, þar sem slóðin er þá á forminu http://vefir.hi.is/vefheiti.

Vefir undir vefir.hi.is flokkast sem “sérvefir” og um þá gilda:

  • Almennar reglur reiknistofnunar, sjá http://www.rhi.hi.is/reglur.
  • Ábyrgðarmaður skráir vef undir einhverju af til þess ætluðum lénum og fær aðgang að WordPress vefumsjónarkerfi. (vefir.hi.is, conference.hi.is, nemendafelog.hi.is).
  • Ábyrgðarmaður er ábyrgur fyrir efni vefsins.
  • Vefumsjónarkerfið er miðlægt og rekið af Reiknistofnun.
  • Reiknistofnun sér um val, innsetningu og viðhald íbóta og þema.