Samanburður við Norðurlönd – fólksfjöldi

Stundum er erfitt að átta sig á fjöldatölum nema að miðað sé við fólksfjölda. Auðveldast er að miða við BNA því margföldunartalan er 1000, Bandaríkjamenn eru nálægt 320 milljónum en við nálægt 320 þúsundum. Samanburður við Norðurlöndin kemur fram í eftirfarfandi töflu.

Nordisk statistisk årsbok 2012
Fólksfjöldi 1.1.2012 Miðað við Ísland
Álandseyjar 28.355 0,1
Danmörk 5.580.516 17,5
Finnland 5.401.267 16,9
Færeyjar 48.351 0,2
Grænland 56.749 0,2
Ísland 319.575 1,0
Noregur 4.985.870 15,6
Svíþjóð 9.482.855 29,7
Posted in Óskráð | Comments Off on Samanburður við Norðurlönd – fólksfjöldi

Nýjar áherslur Dana í menntun uppeldisstarfsfólks – pædagoger

Undanfarið hefur farið fram endurskoðun á menntun uppeldisstarfsfólks í Danmörku og á vormánuðum 2013 hyggst ráðuneyti menntamála setja fram nýjar tillögur um menntunina. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðuneytisins nú um áramótin. Af umræðunni má greinilega ráða að þetta starfsfólk á sér starfsvettvang í stórum hluta uppeldis- og menntakerfisins og kemur þannig við öllum deildum Menntavísindasviðs.  http://fivu.dk/nyheder/temaer/2012/paedagoguddannelsen

Í tekstanum kemur m.a. fram að “[p]ædagoguddannelsen er Danmarks største videregående uddannelse og optager hvert år cirka 5.000 studerende, der uddannes til at varetage nogle af de mest centrale opgaver i det danske velfærdssamfund.”

Um menntunina segir: “Pædagoguddannelsen er en 3,5 årig professionsbachelor- uddannelse, der veksler mellem teori og praktik og kvalificerer pædagoger til at arbejde med omsorgs-, udviklings-, dannelses,- og læringsopgaver.”

Um starfsvettvanginn segir: “Uddannelsen skal sikre pædagoger, der kan tilgodese krav og behov fra mange typer af pædagogiske arbejdspladser. Det gælder eksempelvis vuggestuer, børnehaver, fritidshjem, og –klubber, kriminalforsorgen, folkeskolen, dagbehandlingstilbud, plejehjem, bosteder for mennesker med nedsatte funktionsevner, psykiatriske institutioner og krisecentre for voldsramte.”

 

Posted in Óskráð | Comments Off on Nýjar áherslur Dana í menntun uppeldisstarfsfólks – pædagoger

Menntun yngstu barnanna í Finnlandi skilgreind sem hluti af samfelldri menntun

Í stefnu finnskra stjórnvalda í menntamálum fyrir árin 2011-2016 (birt á ensku 2012) verður menntun yngstu barnanna skilgreind sem hluti af menntakerfinu. Þar segir á bls. 21 “43. The drafting of legislation, the administration and the steering of day-care services and early childhood education will be transferred from the Ministry of Social Affairs and Health to the Ministry of Education and Culture as from the beginning of 2013.”

http://www.minedu.fi/export/sites/default/OPM/Julkaisut/2012/liitteet/okm03.pdf?lang=en
Posted in fréttir | Comments Off on Menntun yngstu barnanna í Finnlandi skilgreind sem hluti af samfelldri menntun

Training of Preschool Teachers in Iceland

Grein Jóhönnu Einarsdóttur Training-of-Preschool-Teachers-in-Iceland fjallar um menntun leikskólakennara við Háskóla Íslands, bæði  form námsins og þróun þess.

Posted in Efni frá Íslandi | Tagged | Comments Off on Training of Preschool Teachers in Iceland

Fyrirlestur Sigurjóns Mýrdal , haldinn fyrir starfsmenn Menntavísindasviðs

Hér er hægt að nálgast upptöku af fyrirlestri ,  sem Sigurjón Mýrdal hélt fyrir starfsmenn Menntavísindasviðs HÍ þann 9. maí 2011 og kallaði Alþjóðlegir straumar í starfsmenntun kennara. Hvað getum við lært hér á hjara veraldar?

Posted in Efni frá Íslandi, Upptökur | Comments Off on Fyrirlestur Sigurjóns Mýrdal , haldinn fyrir starfsmenn Menntavísindasviðs

Hlutverk og stefna kennaradeildar Menntavísindasviðs

Meginhlutverk kennaradeildar Menntavísindasviðs er að hafa forystu um vandaða menntun fyrir kennara á öllum skólastigum.  Kennaradeild menntar, í samstarfi við vettvang, öflugt fagfólk til að leggja grunn að árangursríku starfi í skólum landsins og leiða faglega þróun þess. Deildin leggur því áherslu á rannsóknir og þróunarstarf á sviði menntamála og skólastarfs.

Í kennaradeild er lögð alúð við fólk og fræði. Það felur í sér að starfshættir deildarinnar byggjast á lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni og virðingu fyrir einstaklingum og margbreytileika mannlífsins. Lögð er áhersla á vísindaleg vinnubrögð,  siðferðilega ábyrgð, gagnrýna hugsun og skapandi starf.

Í kennaradeild er litið á kennaramenntun sem ævimenntun og  starfsþróun  sem mikilvægan þátt í starfi hvers kennara.

Hér er skjalið í heild

Posted in Efni frá Íslandi | Comments Off on Hlutverk og stefna kennaradeildar Menntavísindasviðs

Skýrsla starfshóps Education International um leikskólamenntun/ECE

Skýrslu starfshóps Education International um leikskólamenntun/ECE.hefur verið bætt á vefinn  Í skýrslunni er  fjallað um stöðu leikskólamenntunar í 17 löndum í 4 heimsálfum. Byggir á samþykkt heimsþings EI í Berlín 2007.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Skýrsla starfshóps Education International um leikskólamenntun/ECE

Upptaka af fimmta fundi er komin á vefinn

Upptaka af fimmta fundi– Samræða um kennaramenntun og samfélag

Posted in Uncategorized | Comments Off on Upptaka af fimmta fundi er komin á vefinn

Fimmti og síðasti fundur í fundaröð um Kennaramenntun í deiglu

Fimmti fundur

Á fimmta og síðasta fundi í fundaröð Menntavísindasviðs Háskóla Íslands;  Kennaramenntun í deiglu var fjallað um kennaramenntun í Evrópu. Einnig var  farið yfir samantekt fyrri funda og síðan tóku við pallborðsumræður.
Í upphafi fjallaði Anja Swennen kennari við Vrije Universiteit í Amsterdam um strauma í kennaramenntun frá evrópskum sjónarhóli. Hún hefur m.a. starfað á vegum Association of Teacher Education in Europe (ATTE). Árið 2009 var hún annar ritstjóri bókarinnar, Becoming a Teacher Educator: Theory and Practice for Teacher
Educators
. Sjá nánar um Anja Swennen

Síðan tók  Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar,  saman það sem fram hefur komið á fyrri fundum.   Að því búnu tóku við pallborðsumræður.
Í pallborði, sem bar yfirskriftina Kennaramenntun í deiglu: Brýnustu verkefni framundan, sátu Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs, Sigurjón Mýrdal deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimila og skóla – landssamtaka foreldra og Svandís Ingimundardóttir skólamálafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Umfjöllun Svandísar Ingimundardóttur í pallborði  og yfirlit yfir gögn og umræðu um kennarastarfið sem Svandís tók saman.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Fimmti og síðasti fundur í fundaröð um Kennaramenntun í deiglu

Samanburður 9 landa

Learning to teach and its implications for the continuum of teacher education: A nine- country cross-national study. Skýrsla  frá 2009 unnin á vegum Íra. Löndin eru England, Skotland, Norður Írland, Finnland, Nýja Sjáland, Singapor, BNA, Pólland auk Írlands.

 

Posted in Uncategorized | Comments Off on Samanburður 9 landa