Á haustmisseri 2016 voru nokkur námskeið á vegum sviðsins.
- Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun – NOK019F
- Upplýsingatækni og stafræn miðlun – TÓS102G
- Leikur og tækni
Öll námskeiðin áttu sinn heimavöll í Moodle námskerfinu, þar eru umræðuþræðir, verkefnalýsingar og þar er verkefnum skilað. Flest námskeið eru með fjarnámssniði en nemendur hittast í staðlotum 2 til 3 á misserinu. Einnig voru nettímar í kerfinu Adobe Connect og svo voru nokkrar menntabúðir á misserinu, bæði opnar öllum en líka sérstaklega fyrir einstök námskeið. Hér eru nokkrar myndir úr menntabúðum frá námskeiðinu Upplýsingatækni og stafræn miðlun. Þar kynntu nemendur ýmis forrit og tölvuleiki fyrir samnemendum.
Við notuðum einnig ýmsa samskipta- og miðlunarmöguleika í Office365.hi.is svo sem að vista og veita aðgang að efni í Drive, nota samskiptahópa í Yammer, innsláttarform í Forms og svo auðvitað hin ýmsu tól.
Við erum oft með netfundi í Adobe Connect. Við lærum að nota slík verkfæri bæði sem þátttakendur á netfundum en ekki síður að vera sjálf með kynningar fyrir aðra nemendur.