Athugið að tenglar á þessari síðu eru í nám eins og það var 2015-2016. Námskeiðslýsingar kunna að hafa breyst.
Kjörsviðið Upplýsingatækni og miðlun er í boði í Kennaradeild á brautinni: Grunnskólakennarafræði (áður Fagreinakennslu í grunnskóla og Grunnskólakennslu) sem hluti af 180 ECTS B.Ed. námi. Sjá námskrá í UGLU.
Stefnt er að því kennaranemar geti nýtt upplýsingatækni og margs konar miðlunaraðferðir við framkvæmd og skipulag skólastarfs, ekki síst með tilliti til upplýsinga- og tæknimenntar sem námsgreinar í grunnskóla, náms og kennslu á greinasviðum og samþættingar námsgreina. Námskeið á brautinni eru ætluð þeim sem ætla sér að sérhæfa sig á þessu sviði en henta einnig vel sem valnámskeið fyrir nemendur á öðrum sviðum.
Náminu er ætlað að auka skilning verðandi kennara á þýðingu upplýsingatækni og miðlunar í menntun og efla tæknilega færni þeirra og læsi, t.d. miðlalæsi og upplýsingalæsi. Markmiðið er einnig að nemendur átti sig á notagildi stafrænnar tækni við upplýsingaleit, sköpun og miðlun þekkingar og hlutverki miðla, hefðbundinna jafnt sem nýmiðla, í þágu samskipta og lýðræðis. Fjallað er um tækni sem nýtist við net- og fjarkennslu og möguleika hennar hvað varðar skólaþróun og sveigjanlega kennsluhætti. Áhersla er lögð á efnisgerð þátttakenda og stefnt að því að þeir nái góðum tökum á helstu þáttum miðlunar og geti leiðbeint verðandi nemendum sínum í verkefnum sem tengjast mynd- og hljóðvinnslu, prentvinnslu eða margmiðlun.
Athyglin beinist jafnframt að hlutverki stjórnenda, kennsluráðgjafa og safnkennara hvað varðar upplýsingatækni og miðlun. Rætt er um mikilvægi frumkvæðis og samstarfs, þarfir nemenda og ýmis tækifæri sem tæknin kann að veita. Áhersla er lögð á víða sýn við hagnýtingu tækninnar og leitast við að tengja viðfangsefni fræðilegri umræðu um uppeldi, nám og samfélagsþróun.
Forkröfur
Engar forkröfur eru gerðar umfram almenn inntökuskilyrði í bakkalárnám.
Námskeið
Fyrir nemendur í grunnnámi eru eftirtalin námskeið í boði:
Á 1. ári (vormisseri), hluti af bundnu vali faggreinanámskeiða
- Upplýsingatækni í námi og kennslu (5 ECTS)
Á 2.-3. ári eða óháð námsári (kennd annað hvert ár)
- Nám og nýir miðlar (5 ECTS), haustmisseri
- Tölvuleikir, leikheimar og leikjamenning(5 ECTS), haustmisseri
- Forritun og tæknismiðjur(5 ECTS), vormisseri
- Upplýsingatækni og miðlun á vettvangi I(5 ECTS, 3 ve), vormisseri
- Hönnun námsefnis og stafræn miðlun vormisseri (5 ECTS)
Á 2.-3. ári eða óháð námsári skólaárið 2016-2017 (kennd annað hvert ár)
- Þemavinna með upplýsinga- og samskiptatækni (5 ECTS), haustmisseri
- Leikur og tækni (5 ECTS), haustmisseri
- Netnám og opin menntun (5 ECTS), vormisseri
- Upplýsingatækni og miðlun á vettvangi II(5 ECTS, 3 ve), vormisseri