Meginmarkmið með sérhæfingunni er að mennta kennara og aðra sérfræðinga sem geta stuðlað að bættu skóla- og fræðslustarfi með aðstoð upplýsingatækni, nýrra miðla og samskiptaleiða. Nemendur öðlast þekkingu og skilning á áhrifum upplýsingabyltingarinnar á nám og skólastarf, samfélag, menningu og lífsstíl. Jafnframt efla nemendur færni sína í notkun netsins og annarra stafrænna miðla við kennslu og námsefnisgerð.
Námskeið í upplýsingatækni og miðlun á framhaldsstigi tengjast sérstaklega nokkrum námsleiðum en eru einnig opin sem valnámskeið fyrir nemendur á öðrum kjörsviðum og/eða námsleiðum.
- Grunnskólakennarafræði, M.Ed. (120 einingar)
- Náms- og kennslufræði, M.A. (120 einingar)
- Náms- og kennslufræði, M.Ed. (120 einingar)
- Náms- og kennslufræði, Viðbótardiplóma (60 einingar)
- Þverfræðilegt framhaldsnám – Menntun framhaldsskólakennara (MA/MS/MEd/viðbótardiplóma – Upplýsingatækni í skólastarfi/almenn valnámskeið
Forkröfur
Kjörsviðið eða sérhæfingin gerir engar forkröfur umfram almenn inntökuskilyrði í meistaranám.
Námskeið á meistarastigi í boði skólaárið 2017-2018
- NOK019F Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun
- NOK019F Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun 10 einingar framhaldstig
- GSS088M Hönnun námsefnis og stafræn miðlun 5 einingar
- NOK042F Fjarnám og kennsla
- NOK061M Nám og kennsla á Netinu
Í námskeiðum er áhersla lögð á samskipti, samvinnu, samfélagsuppbyggingu og gagnrýna umræðu. Hvatt er til að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð í verkefnamiðuðu námi, geri vinnu sína aðgengilega og birti hana á ýmsum vettvangi. Námsmat er með fjölbreyttum hætti.
Nemendur hafa tengt verkefni við áhugasvið sín og störf. Gott samstarf er við Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, http://skrif.hi.is/rannum, sem heldur m.a. úti tengslaneti á http://utmidlun.ning.com fyrir samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á þessu sviði. Meðal verkefna sem kennarar sviðsins hafa komið að á undanförnum mánuðum er uppbygging Menntamiðju (http://www.menntamidja.is) og mats- og þróunaverkefni um spjaldtölvur í námi og kennslu og net- og fjarkennslu á öllum skólastigum. Sjá vef RANNUM.
Meistaraverkefni eru að staðaldri 30 ECTS og hafa verið af fjölbreyttum toga, rannsóknir- og þróunarverkefni tem tengjast ýmsum skólastigum. Sjá lista með nýlegum dæmum hér fyrir neðan.
Dæmi um verkefni nemenda í framhaldsnámi í upplýsingatækni og miðlun
- Fræðilegar ritgerðir, úttektir áætlanir: D. Birgir Jónsson: Námsframboð og námsþarfir á Austurlandi; Greinar um opinn hugbúnað – í Netlu eftir S. Fjalar Jónsson
- Hönnun námskeiða, t.d. fjarnámskeiða í Moodle, eða öðru námsumhverfi: D. Hildur Þórsdóttir Kynjafræði í Google Sites; Hildur Óskarsdóttir Örnámskeið í Grettissögu;
- Fjölmargir wikivefir og margmiðlunarefni af ýmsum toga
- Námseiningar (modules) og námshópar og tengslanet t.d. Spjaldtölvur í námi og kennslu (Facebook)
Dæmi um styrkt verkefni nemenda og kennara og/eða verðlaunuð
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið 2014: Samspil2015, símenntunarverkefni í upplýsingatækni. Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, Hanna Rún Einarsdóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer, Sólveig Jakobsdóttir.
- Sprotasjóður 2011, 2012, 2014: Sérkennslutorg. Hanna Rún Eiríksdóttir, http://serkennslutorg.is; Fjarnámsbraut í auðlindanýtingu og umhverfisfræðum. Halldór Árnason (Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu); Samfélagsfræði í Second Life. Guðrún Margrét Sólonsdóttir (Garðaskóli), sjá kynningu hér https://frea.adobeconnect.com/_a853756483/p6tom7hi73h/; Bjarki Þór Jónsson og Tryggvi Hrólfsson, tölvuleikjafræði við Menntaskólann á Tröllaskaga
- Kristín Runólfsdóttir o.fl.: Lífsferlar í náttúrunni 2001. Námsgagnastofnun
- Námsgagnastofnun: Listavefur krakka, Listavefurinn. Ásthildur B. Jónsdóttir o.fl.; Gullkistan. Jóna Björk Jónsdóttir; Samþættingarefni með söguramma. Bergþóra Þórhallsdóttir
- Nýsköpunarsjóður námsmanna: Hönnun veftímaritsins Netlu http://netla.hi.is o.fl. verkefni
- Snilliheimar. Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, Jóna Björk Jónsdóttir og Kirsten Lybæk Vangsgaard
- Fjölbreytt er flóran – könnun fyrir 3f á starfsheitum í upplýsingamennt. Dagný E. Birnisdóttir
- Elearning awards http://elearningawards.eun.org/. Salvör Gissurardóttir: Stafrænar ferilmöppur 2002, „Digital storytelling“ 2009; Torfi Hjartarson og Þorbjörg Þorsteinsdóttir: Bókaormurinn 2007;
Dæmi um rannsóknar- þróunar- og/eða samvinnuverkefni með þátttöku nema
- NordLAC: Learning across contexts, norrænt rannsóknarnet 2012-2014
- Spjaldtölvur í Norðlingaskóla 2012-2013, matsvinna og þróunarstarf
- Fésbók í skólastarfi 2010 http://netla.khi.is/menntakvika2010/001.pdf
- Þróun starfshátta í grunnskólum 2009-2012 http://skrif.hi.is/starfshaettir
- Þróun samkennslu við Menntavísindasvið HÍ 2011 http://netla.hi.is/menntakvika2011/033.pdf
- Skipulag staðlotna og leiðir til að draga úr brottfalli fjarnema við KHÍ 2008 http://www.hi.is/files/skjol/menntavisindasvid/fjarnamsskyrsla.pdf
- Kennsla um fjarnám og kennslu í samstarfi við háskóla í USA og Kanada (Athabasca University)
- Rannsóknir um fjar- og dreifkennslu á framhaldskólastigi 2005-
- Málþing um fjarnám og kennslu, haust 2005 í samvinnu við 3f – félag um upplýsingatækni í menntun
- NámUST verkefnið, http://namust.khi.is
- Netnotkun íslenskra barna og unglinga 2001-3 og 2005, 2007 http://www.netnot.is
- Rannsóknir um tölvumenningu íslenskra skóla og tölvutengda færni og viðhorf nemenda 1998-2008
- Evrópuverkefnið CEEWIT:þróun og mat á tölvunámi fyrir landsbyggðarkonur. http://netla.khi.is
Dæmi um meistaraverkefni nemenda sem skráðir hafa verið á kjörsviðinu
- Áslaug Björk Eggertsdóttir. (2014). Uppsetning námsumhverfis og hönnun námsefnis í upplýsingatækni í 10. og 11. bekk við alþjóðlegan skóla í Portúgal (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/19909
- Bylgja Þráinsdóttir. (2014). Netnotkun og netfíkn ungmenna í 6.–10. bekk í Fjarðabyggð (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/20099
- Guðmundur Ásgeirsson. (2014). „Eins og að fara aftur í tímann“ : Viðhorf framhaldsskólanemenda sem nýttu mikið spjaldtölvur í námi sínu í grunnskóla (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/19550
- Guðný Soffía Maríónósdóttir. (2014). Náms- og starfsáætlun fyrir náms- og upplýsingaver í unglingaskóla (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/19553
- Hólmfríður J. Ólafsdóttir. (2014). Innleiðing á Moodle námsumsjónarkerfinu í Fjölbrautaskólanum við Ármúla (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/20020
- Sigríður Stella Guðbrandsdóttir. (2014). Er innleiðing spjaldtölva í skólastarf bara hvítir fílar? Tilviksrannsókn á miðstigi (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/20029
- Sveinn Bjarki Tómasson. (2014). Legóþjarkar og vélræn högun á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla: leiðsagnarvefur fyrir kennara og nemendur (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/20098
- Elsa Dóróthea Daníelsdóttir. (2013). Viltu læra íslensku? gagnvirkt námsefni í tungumálakennslu (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://skemman.is/item/view/1946/16060
- Hildur Óskarsdóttir. (2012). Notkun tölvuleikja í kennslu : reynsla og viðhorf kennara til notkunar gagnvirks hermileiks (Raunveruleiksins) í fjármála- og neytendafræðslu. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.is/item/view/1946/10905
- Bergþóra Þórhallsdóttir. (2011). Áhrif upplýsinga- og samskiptatækni og rafrænnar stjórnsýslu á hlutverk skólastjóra. Óbirt meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://hdl.handle.net/1946/10279
- Sveinn Ingimarsson. (2011). Stærðfræðileikar : greining og mat á þrautakeppni í stærðfræði á Netinu. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.is/handle/1946/9107
- Agla Snorradóttir. (2010). Átthagafræði Bláskógabyggðar: innleiðing upplýsingatækni og miðlunar í grunnskóla með umfjöllun um átthaga nemenda að leiðarljósi. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://hdl.handle.net/1946/4607
- Bryndís Ásta Böðvarsdóttir. (2010). Mentor í grunnskólum: þróun og innleiðing á Námsframvindu, nýrri einingu til að efla faglegt starf kennara. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.is/handle/1946/5670
- Ingibjörg S. Helgadóttir. (2010). „Þetta er náttúrulega heimur nemendanna …“: upplýsingatækni og miðlun í kennslu – notkun og viðhorf dönskukennara í framhaldsskólum. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.is/handle/1946/5664
- Svanhildur Pálmadóttir. (2009). Hvernig get ég bætt mig fyrir ykkur?: starfendarannsókn á starfi við kennslu í upplýsingatækni og tölvunotkun fyrir nýbúa. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.is/handle/1946/4122
- Kristín Runólfsdóttir. (2008). Tölvunotkun og -færni eldra fólks : virk þátttaka í samfélaginu. Meistaraprófsritgerð, Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.khi.is/handle/1946/1895
- Sólveig Friðriksdóttir. (2008). Upplýsingamennt er máttur : færni nemenda á sviði upplýsingatækni að eigin mati á fyrstu árum í framhaldsskóla. M.Ed. ritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. http://www.gegnir.is
- Aðalbjörg María Ólafsdóttir. (2007). Tæknin má ekki yfirtaka handverkið: Notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu sex myndlistarkennara í grunnskólum. Meistaraprófsritgerð, Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.khi.is/handle/1946/1272
- Kolbrún Svala Hjaltadóttir. (2007). „Þetta er svona einhvern veginn auka“: Tölvutækni sem verkfæri í skólastarfi? Meistaraprófsritgerð, Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík. http://skemman.is/item/view/1946/1460
Sjá einnig lista á vef RANNUM http://skrif.hi.is/rannum – Rannsóknir – doktors- og meistaraprófsritgerðir.