Rannsóknarstofa í tónlistarfræðum kynnir
Tónsköpun, tækni og menntun
– the search for the autonomous creative composer
Fimmtudaginn 19. september 2013, kl. 16.00-17.00 í H-205
Menntavísindasviði v/Stakkahlíð, Reykjavík.
Mikkel Snorre Wilms Boysen heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar
á tónsmíðum með börnum og fullorðnum
Með mörgum nútíma tónsmíðum hefur hefðbundnum hugmyndum um tónsmíðar og hlutverk tónskálda verið boðið birginn. Ekki er alltaf skýrt hvað er upprunaleg hugmynd tónskálds og hvað felst í samsetningu ólíkra hljóða þegar ný tónsmíð verður til.
Í fyrirlestrinum verður greint frá tilviksrannsóknum á tónsmíðum með börnum, unglingum og fullorðnum þar sem tölvur voru nýttar í sköpunarvinnunni. Fræðileg umgjörð var samsett úr „Actor-Network Theory“ og hlutverk tækninnar sem samstarfsaðila í sköpunarferlinu skoðað. Rætt verður um grundvallaratriði sem tengjast tónsköpun er varða frumleika, gildi, móttöku og túlkun.
Mikkel Snorre Wilms Boysen er tónskáld, fyrirlesari og doktorsnemi við Syddansk Universitet. Hann er Cand. mag og Master frá Kaupmannahafnarháskóla og Árósarháskóla.