Fyrirlestur um unga hljóðfæranemendur og námsstíla í hljóðfæranámi:
Stofunun rannsóknarstofu í tónlistarfræðum
Rannsóknarstofa í tónlistarfræðum var stofnuð á ráðstefnu um tónlistarrannsóknir, föstudaginn 25. febrúar 2011. Afar góð mæting var á ráðstefnuna og fjölmörg áhugaverð erindi flutt. Vonir standa til að þetta sé aðeins byrjunin á áframhaldandi grósku á sviði tónlistarfræða og tónlistarrannsókna hér á landi.