Norræn ráðstefna um rannsóknir á tónlistarmenntun 22.-24. febrúar 2012

Ráðstefna á vegum Nordisk Netverk for Musikk Pædagogisk Forskning (Norrænt samstarfsnet um rannsóknir á tónlistarmenntun) heldur sína 17. ráðstefnu í samstarfi við Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum. Ráðstefnan verður haldin 22. – 24. febrúar í Stakkahlíð, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar: https://conference.hi.is/nnmpf2012/

Yfirskrift ráðstefnunnar er: “The future of music education in the Nordic countries

Á ráðstefnunni koma saman helstu fræðimenn norðurlanda á sviði tónlistarmenntunar, auk doktorsnema í tónlistarmenntunarfræðum.

Erindi ráðstefnunnar spanna vítt svið á vettvangi tónlistarmenntunar. Auk erindanna verða pallborðsumræður um stöðu tónlistarmenntunar í hverju landi fyrir sig. Þar munu sérfræðingar frá hverju landi hafa framsögu um tónlistarmenntun í sínu landi og hvert stefnir í þeim málum.

Doktorsseminar verður einnig haldið síðdegis og um kvöldið, þriðjudaginn 21. febrúar. Þar munu doktorsnemar kynna verkefni sín og ræða ásamt leiðbeinendum sínum og utanaðkomandi sérfræðingum.

Skráning á ráðstefnuna fyrir Íslendinga fer fram með öðrum hætti en fyrir erlenda gesti sem greiða með Evrum. Íslendingar sem vilja taka þátt í ráðstefnunni geta skráð sig með því að senda póst á helgarut@hi.is. Vinsamlegast takið fram í póstinum í hvaða hluta ráðstefnunnar þið viljið skrá ykkur.

Þátttökugjöld fyrir Íslendinga eru sem hér segir:

Ráðstefna 3 daga (kaffiveitingar og hádegisverður innifalinn) kr. 10.900,-

Ráðstefna 1 stakur dagur (sömu veitingar innifaldar) kr. 5.900,-

Doktorsseminar síðdegis og kvöld 21. feb (kvöldverður innifalinn) kr. 2.900,-


This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.