Þjóðlagaakademían 2011

Þjóðlagaakademían 2011

Námskeið um íslenska þjóðlagatónlist sem Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa fyrir í tengslum við Þjóðlagahátíð á Siglufirði 6. – 10. júlí 2011. Námskeiðið hefur verið metið til 2e hjá Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Continue reading

Posted in Fréttir | Comments Off on Þjóðlagaakademían 2011

Tónlistin og lífið -Ráðstefna í Hörpu 7. maí 2011

Í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Tónlistin og lífið“ laugardaginn 7. maí kl. 13:00-17:00 í salnum Kaldalóni í Hörpu. Við þessi tímamót þykir við hæfi að halda á lofti merki tónlistar sem hornsteins í íslenskri menningu.

 SJÁ DAGSKRÁ (SMELLIÐ HÉR)

  • Á ráðstefnunni mun Dr. Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytja hátíðarerindi sem ber yfirskrift ráðstefnunnar  „Tónlistin og lífið“.
  • Að því loknu munu sex aðilar, sem allir tengjast tónlist með ólíkum hætti, halda tíu mínútna erindi undir yfirskriftinni  „Hlutverk tónlistar í umbreytingu menntunar á 21. öld?“  Erindin leiða inn í pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna.                                                                                         
  • Tónlistaratriði munu að sjálfsögðu skipa stóran sess á ráðstefnunni.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu: ft@ki.is fyrir 6. maí.

Skráningargjald er 1.200 kr. og veitingar eru innifaldar í gjaldinu.

Skráningargjald leggist inn á reikning: 1175 – 26 – 9297.

Kennitala: 501299 3329.

Vinsamlegast setjið nafn í skýringu með greiðslu og/eða sendið póst á ki@ki.is.

Posted in Fréttir | Comments Off on Tónlistin og lífið -Ráðstefna í Hörpu 7. maí 2011

Námsstílar í hljóðfæranámi og ungir hljóðfæranemendur

Fyrirlestur á vegum rannsóknarstofu í tónlistarfræðum

Námsstílar í tónlistarnámi og ungir hljóðfæranemendur

Föstudaginn 4. mars kl. 13-14

Fyrirlesari: Dr. Maria Calissendorff, tónlistarfræðingur við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi

Efni:   Námsstílar í tónlistarnámi og ungir hljóðfæranemendur

Staður: Listgreinahús menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Skipholti 37

Tími:  Kl. 13:00-14:00, föstudaginn  4. mars, 2011

Ágrip: Dr. Maria Calissendorff er gestafyrirlesari í heimsókn á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún starfar við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi við rannsóknir og við menntun tónlistarkennara. Maria hefur rannsakað ólíka námsstíla í tónlistarnámi en einnig hefur hún rannsakað nám fiðlunemenda á forskólaaldri. Á ferli sínum hefur Maria auk þess kennt á selló og píanó og lagt stund á rannsóknir á tónlistarnámskeiðum fyrir foreldra og ung börn.

Allir eru velkomnir.

Aðgangur ókeypis.

Posted in Fréttir | Comments Off on Námsstílar í hljóðfæranámi og ungir hljóðfæranemendur

Vel heppnuð ráðstefna um tónlistarrannsóknir

Ráðstefna um tónlistarrannsóknir var haldin 25. febrúar sl. og tókst ráðstefnan einstaklega vel. Þátt tóku um 40 manns sem voru fulltrúar fjölmargra hópa er láta sér málefni tónlistar varða. Má þar nefna fulltrúa frá tónlistarskólum, tónmenntakennarafélaginu, sinfóníuhljómsveitinni, auk fræðimanna og fulltrúa frá stofnunum og söfnum sem fást við rannsóknir og varðveislu tónlistar. Flutt voru 10 erindi og sköpuðust afar áhugaverðar umræður í framhaldi af þeim. Það var mál manna að þarna væri kominn mikilvægur vettvangur fyrir fræðileg samskipti og miðlun á sviði tónlistarrannsókna. Margar tillögur komu fram varðandi framhaldið, m.a. að skapa vettvang til skoðanaskipta um málefni tónlistar á vefsíðu rannsóknarstofu í tónlistarfræðum. Lögð voru drög að næstu ráðstefnu sem skal halda ekki síðar en að ári.

Posted in Fréttir | Comments Off on Vel heppnuð ráðstefna um tónlistarrannsóknir

Viðtal í Víðsjá á rás 1 um rannsóknarstofu í tónlistarfræðum

Viðtal á rás 1 í Víðsjá 24. febrúar 2011 við Helgu Rut Guðmundsdóttur,

formann rannsóknarstofu í tónlistarfræðum um tilurð og stofnun stofunnar .

HLUSTA Á VIÐTALIÐ (smella hér)

Posted in Fréttir | Leave a comment

Ráðstefna um tónlistarrannsóknir 25. febrúar 2011

Ráðstefna um tónlistarrannsóknir á Íslandi, 25. febrúar 2011, kl. 8:30-15:00

Stofnun rannsóknarstofu í tónlistarfræðum við  Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Staður: Listgreinahús Háskóla Íslands, Skipholti 37

Fyrirspurnir: tonlistarrannsoknir@gmail.com

Dagskrá

8:30-9:00 Morgunkaffi

9:00-9:10 Dr. Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs flytur ávarp

9:10-9:30 Dr. Njörður Sigurjónsson: Skaparinn, upplýsingin og áheyrandinn -Eiginleg rannsókn á tónleikum sem fóru fram fyrir löngu

9:30-9:50 Sigrún Lilja Einarsdóttir, doktorsnemi: Hvernig getur kórsöngur gagnast samfélaginu? -Um þverfaglegar rannsóknir á kórastarfsemi

9:50-10:10 Þorbjörg Daphne Hall: Tónlist og landafræði -Dæmið um Kristianíu

10:10-10:20 Kaffihlé

10:20-10:40 Kristín Valsdóttir, doktorsnemi: “Hvað ætlar þú að verða væni?- voða ertu orðinn stór” -Viðhorf nýútskrifaðra tónlistarkennara og tónlistarmanna til kennslu og annarra starfa

10:40-11:00 Sigrún Grendal og Árni Sigurbjarnarson: Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi

11:00-11:20 Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir: Íslenskar rannsóknir á tónlistarmenntun

11:20-11:30 Kaffiábót

11:30-11:50 Sigfríður Björnsdóttir: Tónsmíðar á Íslandi við upphaf 21. aldar – Yfirlit skráðra tónsmíða hjá Íslenskri tónverkamiðstöð

11:50-12:10 Dr. Jón Hrólfur Sigurjónsson: Tónlistarsafn Íslands og tónlistarrannsóknir

12:10-12:30 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: Opið aðgengi að tónlistararfi handritanna

12:30-13:00 Hádegisbiti

13:15-13:30 Stofnun rannsóknarstofu í tónlistarfræðum

13:30-14:00 Kristín Erla Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar: Kynning um styrkjamál og styrkumsóknir

14:00-15:00 Umræður í hópum.  Ráðgjafaráð  rannsóknarstofunnar kemur saman.

15:00 Ráðstefnu slitið

Veitingar (samlokur, kaffi og te) á staðnum fyrir þá sem skrá sig fyrirfram og greiða kr. 2000,-

Skráning með pósti á netfangið: tonlistarrannsoknir@gmail.com


Posted in Fréttir | Comments Off on Ráðstefna um tónlistarrannsóknir 25. febrúar 2011