Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga

Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga er samvinnuvettvangur kristinna kirkna og kirkjulegra hreyfinga á Íslandi. Aðild að þessari nefnd eiga Sjöunda dags aðventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristkirkjan, Rómversk-kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan.

Fulltrúar þjóðkirkjunnar eru sr. María Ágústsdóttir og sr. Steinunn A. Björnsdóttir.