Samráðsvettvangur trúfélaga

Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni og samstarfsaðila þeirra hefur er starfræktur á Íslandi.  Undirbúningur að stofnun hans hófst vorið 2005 og var hann stofnaður í Ráðhúsi Reykjavíkur 24. nóvember 2006. Á stofnfundi samráðsvettvangsins flutti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ávarp. Fundir samráðsvettvangsins eru haldnir að jafnaði annan hvern mánuð yfir vetrarmánuðina. Öll trúfélög sem myndað hafa formleg tengsl við ríkisvaldið og eru skráð hjá Hagstofu Íslands eiga rétt á aðild en önnur ásamt lífskoðunarfélögum um trúarleg efni þurfa að sækja um aðild.

Stofnfundur Samráðsvettvangs trúfélaga í Ráðhúsi Reykjavíkur 24. nóvember 2006.

Fyrstu árin var Einar Skúlason upplýsingarfulltrúi samráðsvettvangsins. Núverandi upplýsingarfulltrúi er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Skjöl