Samskipti trúarhópa

Á Íslandi má finna margvíslega þvertrúarlega og samtrúarlega starfsemi sem getur verið bundin við skipulögð samtök eða sameiginlegan vettvang einstakra trúfélaga. Þegar um er að ræða ólík trúarbrögð og trúarviðhorf er talað um þvertrúarlega starfsemi en þegar um er að ræða samstarf trúarhreyfinga innan sömu trúarbragða er talað um samtrúarlega starfsemi. Í tilfelli kristinna trúarhreyfinga er talað um samkirkjulega starfsemi þegar um er að ræða formlegt samstarf viðkomandi trúfélaga en ef um er að ræða starfsemi á vegum leikmanna kristinna trúfélaga er hún nefnd þverkirkjuleg.

Þvertrúarleg starfsemi

(1) Samstarf trúfélaga óháð trúarbrögðum.

(2) Samstarf einstaklinga óháð trúarafstöðu. Einstök félög geta stutt samstarfið.

 • Samtök aðskilnaðar ríkis og kirkju (SARK). (Einnig skráð undir siðrænan húmanisma hjá frjálslyndum.)

Samtrúarleg starfsemi

(1) Samkirkjuleg starfsemi á vegum viðkomandi trúarhópa.

 • Hið íslenska biblíufélag.
 • Íslandsdeild Anglican-Lutheran Society.
 • Kristileg fjölmiðlun.
 • Mission World á Íslandi.
 • Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga.

(2) Þverkirkjuleg starfsemi óháð kristnum trúarhópum.

 • ABC.
 • Aglow.
 • Gideon.
 • Kristilegt félag heilbrigðisstétta (KFH).
 • Kristilegur stjórnmálaflokkur.
 • Lífsvon.
 • Norðurljósin.
 • Sannleikurinn.
 • Youth with a Mission (YWAM).
 • Zíon: Vinir Ísraels.