Hindúismi

Margar hreyfingar á Íslandi, sem sækja innblástur til austrænna trúarbragða, eru undir áhrifum frá hindúisma. Þó svo að jóga sé ekki bundið við hindúisma gildir þetta einkum um hreyfingar sem bjóða upp á jóga undir leiðsögn tiltekinna gúrúa af indverskum uppruna eða nemenda þeirra. Kennsla og iðkun jóga getur hæglega farið fram á einstaklingsforsendum án þess að tiltekin hugmyndafræði sé þar með samþykkt að hluta eða í heild. Sömuleiðis samþætti margir þann boðskap jógafræðanna sem þeim hentar í eigin einkatrú sem getur verið í megindráttum t.d. kristin, búddhísk eða guðlaus eftir aðstæðum. Fyrir vikið er ekki sjálfgefið að hægt sé að tala um þá sem hindúa eða undir hindúískum áhrifum sem nýta sér jóga að einhverju marki í sínu daglega lífi. Vegna þess hversu hugmyndafræðin að baki jóga er nátengd hindúisma má samt hæglega greina hindúísk áhrif í lífssýn og trúarviðhorfum margra þeirra sem tileinkað hafa sér fræðin að meira eða minna leyti. Trúarbragðafræðingar flokka margir þær hreyfingar sem hindúískar í kjarnann sem boðið hafa upp á helstu jógastefnurnar á Vesturlöndum á síðari árum.

Hér eru taldar upp helstu jógahreyfingarnar á Íslandi sem flestar eru alþjóðlegar og eiga rætur að rekja til Indlands. Auk þess eru tilgreindar nokkrar sjálfstæðar íslenskar jógastöðvar sem sumar hverjar kunna að vera á mörkum þess trúarlega en hæglega væri hægt að lengja þann lista verulega þar sem víða er boðið upp á jóga í einni eða annarri mynd af sjálfstæðum kennurum hjá heilsuræktarstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum.

(1) Fyrstu sjálfstæðu íslensku jógastöðvarnar utan eða á mörkum guðspeki:

 • Austurlenska nudd- og æfingastofan.
 • Heilsurækt Þórshafnar.
 • Heilsuræktin.
 • Jógamiðstöð Rosemarie Þorleifsdóttur.
 • Yogastöðin Heilsubót.

(2) Erlendar jóga- og hugleiðsluhreyfingar til Íslands:

 • Yoga-bræðralagið.
 • Regla jötusystkina.
 • SRF hugleiðsluhópurinn (Sjálfskönnunarfélagið).
  • Ljós og líf.
  • Andlegi skólinn.
  • Kriya yoga miðstöðin.
 • Íslenska íhugunarfélagið.
 • Sri Chimnoy miðstöðin.
 • Ananda Marga.
  • Miðstöð mannlegra möguleika.
 • Sathya Sai Baba hópurinn.
 • Hare Krishna.
  • Chaitanya Meditation Centre.
 • Eckanckar.
 • Avatar miðstöðin.
 • Skandínavíski yoga- og hugleiðsluskólinn.
 • Mata Amritanandamayi (Amma).
 • Guruji.
 • Hláturklúbburinn.
 • Alþjóðlegi andlegi háskóli Brahma Kumaris.
 • Sahaja Yoga.
 • Yoga Shala.
 • Kripalujógahreyfingin (Kripalu og Shanti).
  • Heimsljós: Félag áhugafólks um kripalujóga.
  • Kristbjörg Elí ehf. & Móðir jörð.
  • Yogastöð Vesturbæjar.
  • Yoga Studio.
  • Jógastöðin.
  • Jógasetrið.
  • Áskorun hugljómunar & Ölduvinna. (Guðfinna S. Svavarsdóttir.)
  • Jógamiðstöðin.
  • Lótus jógasetur.
  • Jóga og heilsa.
  • Joga.is.
  • Jóga í Garðabæ.
  • Púlsinn.
  • Rope Yoga.
  • Yogalundur.
  • Skógarjóga.
 • Sivananda Yoga Vedanta.
  • Heilsusetrið á Fosshóteli Reykholt.

(3) Jógahreyfingar með tengsl við síkisma:

 • Andartak.

(4) Aðrar gúrúa- og jógahreyfingar sem Íslendingar hafa sótt til út í heim:

 • Maia Khan (The Human Spirit Foundation).
 • Móðir Meera.
 • Osho International.