Málstofa Trúarbragðafræðistofu: Endursköpun ásatrúar fyrr og nú

Mánudaginn 18. okt. kl. 11.40 flytur Eggert Sólberg þjóðfræðingur erindi í málstofu Trúarbragðafræðistofu sem hann nefnir Endursköpun ásatrúar fyrr og nú.

Í erindi sínu leitast Eggert við að svara þeirri spurningu hvort stofnun félags um ásatrú á seinni hluta 20. aldar á Íslandi hafi aðeins verið eitt skref í langri sögu endurgerðar og túlkunar á þeirri heiðnu trú sem var ríkjandi fyrir kristnitöku. Þá veltir hann upp þeirri spurningu á hvaða hátt ásatrúarmenn í dag notast við þau verk sem til eru um trúarbrögð fyrir kristnitöku í trúarathöfnum sínum.

Erindið er byggt á nýlegri meistararitgerð Eggerts í þjóðfræði frá Háskóla Íslands, Ásatrú á Íslandi við upphaf 21. aldar: Uppruni, heimsmynd og helgiathafnir.
Málstofan verður haldin í stofu 229 í Aðalbyggingu H.Í. Allir velkomnir.

This entry was posted in Viðburðir. Bookmark the permalink.