Stefna Finna í mennta- og rannsóknarmálum 2011-2016: Æðri menntun og rannsóknir

Finnar gera ráð fyrir áframhaldandi þróun í mennta- og rannsóknarmálum sínum næstu árin. Þetta kemur fram í samantekt  sem birtist á ensku 2012. Þeir gera enn mikinn greinarmun á polytechnics og háskólum, þeir ætla að efla fjögurra ára doktorsnám sitt og miða það í auknum mæli við starfsframa í rannsóknum og efla mjög alþjóðavæðingu rannsókna.

http://www.minedu.fi/export/sites/default/OPM/Julkaisut/2012/liitteet/okm03.pdf?lang=en

CHER 2013

CHER ráðstefnan 2013  verður haldin í Lausanne í Sviss 9-13 september 2013.Tillögum um erindi þarf að skila inn fyrir 31. janúar 2013.

Tema ráðstefnunnar er The Roles of Higher Education and Research in the Fabric of Societies                                  Heimasíða ráðstefnunnar

Þurfa háskólarnir að endurskoða hlutverk sitt og starfshætti?

Rannsóknastofa um háskóla boðar til kynningarfundar og málstofu fimmtudaginn 2. september kl. 14.00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Stofan hefur verið sett á laggirnar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í stjórn hennar sitja Anna Ólafsdóttir, lektor, Guðrún Geirsdóttir, dósent, Gyða Jóhannsdóttir, dósent, Páll Skúlason, prófessor, og Jón Torfi Jónasson, prófessor og forseti Menntavísindasviðs.

Markmið rannsóknarstofunnar eru að stuðla að rannsóknum á háskólum og starfsemi þeirra, halda til haga niðurstöðum íslenskra rannsókna á háskólum þannig að þær séu á hverjum tíma aðgengilegar, stuðla að aukinni fræðslu um háskóla á meðal fræðimanna, stjórnvalda og almennings og efla skilning á gæðum og gildum háskólastarfs. Stjórn stofunnar óskar eftir samstarfi við allt áhugafólk í íslensku fræðasamfélagi um að vinna að þessum markmiðum.

Dagskrá málstofu

Fundarstjóri: Guðrún Geirsdóttir

Kl. 14.00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flytur ávarp og opnar vefsíðu stofunnar

Kynning á vefsíðu stofunnar, rannsóknarverkefnum og fjárhagsstyrk sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur veitt henni: Anna Ólafsdóttir og Jón Torfi Jónasson

Kl. 14.30 Quality and Quality Assurance in Higher Education: the European Debate: Germain Dondelinger, yfirmaður háskólamála í ráðuneyti menningar, æðri menntunar og rannsókna í Lúxemborg

Kaffihlé

Kl. 16.00 Páll Skúlason varpar fram spurningum um hlutverk og starfshætti háskóla

Pallborðsumræður um málefni háskóla

Stjórnandi pallborðs: Gyða Jóhannsdóttir

Áætluð dagskrárlok kl. 17.00

Málfundir um háskólamál og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneytið með Vísinda- og tækniráði og Rannsóknastofu um háskóla stendur fyrir málfundum veturinn 2009 – 2010 um framtíð háskóla og rannsókna. Markmiðið er að vinna að sameiginlegum skilningi á aðstæðum háskóla og rannsóknastofnana í samfélagi okkar og móta sýn um uppbyggingu og samstarf menntunar og rannsókna í landinu.

Málfundir verða eftirtalda föstudaga:

27. nóvember, 11. desember, 15. janúar og 22. janúar.

Stofnun rannsóknarstofu um háskóla

Rannsóknarstofa um háskóla var stofnsett föstudaginn 24. apríl 2009 og staðfest af rannsóknarráði Menntavísindasviðs 18. september 2009.

Markmið hennar eru

  1. Að stuðla að rannsóknum á háskólum og starfsemi þeirra
  2. Að halda til haga niðurstöðum íslenskra rannsókna á háskólum þannig að þær séu á hverjum tíma aðgengilegar
  3. Að stuðla að aukinni fræðslu um háskóla á meðal fræðimanna, stjórnvalda og almennings
  4. Að efla skilning á gæðum og gildum háskólastarfs