Þjóðlagaakademían

Þjóðlagaakademía 2012

Háskólanámskeið um íslenska þjóðlagatónlist

Námskeið sem Þjóðlagasetrið á Siglufirði og Stofnun Árna Magnússonar standa fyrir

Umsjónarmaður: Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor

Tími: 4.-8. júlí 2012

Kennslustaður: Siglufjörður.

Forkröfur: Stúdentspróf

Einingar: 2

Námskeiðsgjald: Háskólanemendur greiða ekki námskeiðsgjald en kr. 8.500 fyrir aðgang að öllum viðburðum og tónleikum Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Aðrir greiða kr. 25.500 fyrir þátttöku í Akademíunni og aðgang að öllum viðburðum og tónleikum á Þjóðlagahátíðinni. (Öryrkjar, atvinnulausir og 67 ára og eldri greiða einnig kr. 8.500).

Gisting í svefnpokaplássi kr. 12.000 fyrir fjórar nætur.

Skráning stúdenta: Sendið netpóst á festival@folkmusik.is og afrit til Rósu á rosat@hi.is

Markmið

Að nemendur

  • fái glögga mynd af heimi íslenskra þjóðlaga, þjóðkvæða og þjóðdansa
  • þekki sögu þjóðlagasöfnunar á Íslandi
  • þekki meginþætti íslenskrar þjóðlagatónlistar
  • kynnist erlendri þjóðlagatónlist

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verður fjallað um öll helstu svið íslenskrar þjóðtónlistar og þjóðdansa. Þar má nefna tvísöng, rímnalög og bragarhætti, vikivaka og aðra þjóðdansa, barnagælur og þulur, gömlu sálmalögin, þjóðlagaútsetningar og hljóðfærahefð Íslendinga. Fjallað verður um einkenni munnlegrar geymdar og söfnun íslenskra þjóðlaga. Viðfangsefni Akademíunnar tengjast einnig þeim gestafyrirlesurum og listamönnum sem tengjast þjóðlagahátíð hverju sinni.

Vinnulag

Fyrirlestrar og umræður, virk þátttaka í söng og dansi, tónleikar sóttir, ásamt kynningu á þjóðlagasöfnun og þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sóknarskylda er á alla fyrirlestra og farið er fram á virka tónleikasókn. Einnig ber nemendum að halda dagbók yfir námið í Akademíunni og tónleikana sem þeir sækja.

Námsmat

Nemendur eru metnir eftir ástundun, virkri þátttöku í umræðum, söng og dansi, dagbók og skriflegri greinargerð um viðfangsefni og viðburði Akademíunnar. Dagbók og greinargerð skal skila til umsjónarmanns fyrir 1. ágúst. Námsmati skal lokið 31. ágúst.

Dagskrá Þjóðlagaakademíunnar 2012

Miðvikudagur 4. júlí

16.00-17.00   Móttaka í Þjóðlagasetri: Kynning á sr. Bjarna Þorsteinssyni og starfi hans. Gunnsteinn Ólafsson.

20.00-23.00            Tónleikar á Þjóðlagahátíð

Fimmtudagur 5. júlí

09.00-11.00            Munnleg hefð og þjóðlög. Rósa Þorsteinsdóttir.

11.00-12.00   Hljóðfæri á Íslandi. Chris Foster og Rósa Þorsteinsdóttir.

13.00-14.00            Um sænsk söngvaskáld. Maria Misgeld.

14.00-16.00            Rímnalög og rímur. Bára Grímsdóttir.

20.00-24.00            Tónleikar á Þjóðlagahátíð.

Föstudagur 6. júlí

9.00-10.00            Barnagælur og þulur. Rósa Þorsteinsdóttir.

10.00-11.30            Tvísöngur. Bára Grímsdóttir og Chris Foster.

11.30-12.00                         Um rímnastemmur og kveðandi. Ragnheiður Ólafsdóttir

13.00-14.00            Um tónlist Sama. Sami folk-duo.

14.00-15.30                         Sagnadansar og vikivaki. Rósa Þorsteinsdóttir og  Kolfinna Sigurvinsdóttir.

15.30-16.00            Samantekt. Rósa Þorsteinsdóttir.

20.00-24.00            Tónleikar á Þjóðlagahátíð.

Laugardagur 7. júlí

10.00-12.00   Búlgarskir þjóðdansar. Veska Jónsdóttir.

14.00-18.00            Tónleikar á Þjóðlagahátíð.

20.30  —                     Uppskeruhátíð

Sunnudagur 8. júlí

14.00-16.00            Tónleikar á Þjóðlagahátíð.

Þjóðlagaakademían 2011

Námskeið um íslenska þjóðlagatónlist sem Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa fyrir í tengslum við Þjóðlagahátíð á Siglufirði 6. – 10. júlí 2011. Námskeiðið hefur verið metið til 2e hjá Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Á námskeiðinu verður fjallað um öll helstu svið íslenskrar þjóðtónlistar og þjóðdansa. Þar má nefna tvísöng, rímnalög og bragarhætti, vikivaka og aðra þjóðdansa, barnagælur og þulur, gömlu sálmalögin, þjóðlagaútsetningar og hljóðfærahefð Íslendinga. Fjallað verður um einkenni munnlegrar geymdar og söfnun íslenskra þjóðlaga. Viðfangsefni Akademíunnar tengjast einnig þeim gestafyrirlesurum og listamönnum sem tengjast þjóðlagahátíð hverju sinni.

Nánari upplýsingar á http://setur.fjallabyggd.is/is/page/thjodlagaakademia-2010

Comments are closed.