Þjóðlagaakademían 2011

Þjóðlagaakademían 2011

Námskeið um íslenska þjóðlagatónlist sem Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa fyrir í tengslum við Þjóðlagahátíð á Siglufirði 6. – 10. júlí 2011. Námskeiðið hefur verið metið til 2e hjá Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Á námskeiðinu verður fjallað um öll helstu svið íslenskrar þjóðtónlistar og þjóðdansa. Þar má nefna tvísöng, rímnalög og bragarhætti, vikivaka og aðra þjóðdansa, barnagælur og þulur, gömlu sálmalögin, þjóðlagaútsetningar og hljóðfærahefð Íslendinga. Fjallað verður um einkenni munnlegrar geymdar og söfnun íslenskra þjóðlaga. Viðfangsefni Akademíunnar tengjast einnig þeim gestafyrirlesurum og listamönnum sem tengjast þjóðlagahátíð hverju sinni.

Vefur Þjóðlagaakademíunnar

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.