Tónlistin og lífið -Ráðstefna í Hörpu 7. maí 2011

Í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Tónlistin og lífið“ laugardaginn 7. maí kl. 13:00-17:00 í salnum Kaldalóni í Hörpu. Við þessi tímamót þykir við hæfi að halda á lofti merki tónlistar sem hornsteins í íslenskri menningu.

 SJÁ DAGSKRÁ (SMELLIÐ HÉR)

  • Á ráðstefnunni mun Dr. Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytja hátíðarerindi sem ber yfirskrift ráðstefnunnar  „Tónlistin og lífið“.
  • Að því loknu munu sex aðilar, sem allir tengjast tónlist með ólíkum hætti, halda tíu mínútna erindi undir yfirskriftinni  „Hlutverk tónlistar í umbreytingu menntunar á 21. öld?“  Erindin leiða inn í pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna.                                                                                         
  • Tónlistaratriði munu að sjálfsögðu skipa stóran sess á ráðstefnunni.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu: ft@ki.is fyrir 6. maí.

Skráningargjald er 1.200 kr. og veitingar eru innifaldar í gjaldinu.

Skráningargjald leggist inn á reikning: 1175 – 26 – 9297.

Kennitala: 501299 3329.

Vinsamlegast setjið nafn í skýringu með greiðslu og/eða sendið póst á ki@ki.is.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.