Fyrirlestur á vegum rannsóknarstofu í tónlistarfræðum
„Námsstílar í tónlistarnámi og ungir hljóðfæranemendur“
Föstudaginn 4. mars kl. 13-14
Fyrirlesari: Dr. Maria Calissendorff, tónlistarfræðingur við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi
Efni: Námsstílar í tónlistarnámi og ungir hljóðfæranemendur
Staður: Listgreinahús menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Skipholti 37
Tími: Kl. 13:00-14:00, föstudaginn 4. mars, 2011
Ágrip: Dr. Maria Calissendorff er gestafyrirlesari í heimsókn á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún starfar við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi við rannsóknir og við menntun tónlistarkennara. Maria hefur rannsakað ólíka námsstíla í tónlistarnámi en einnig hefur hún rannsakað nám fiðlunemenda á forskólaaldri. Á ferli sínum hefur Maria auk þess kennt á selló og píanó og lagt stund á rannsóknir á tónlistarnámskeiðum fyrir foreldra og ung börn.
Allir eru velkomnir.
Aðgangur ókeypis.