Ráðstefna um tónlistarrannsóknir var haldin 25. febrúar sl. og tókst ráðstefnan einstaklega vel. Þátt tóku um 40 manns sem voru fulltrúar fjölmargra hópa er láta sér málefni tónlistar varða. Má þar nefna fulltrúa frá tónlistarskólum, tónmenntakennarafélaginu, sinfóníuhljómsveitinni, auk fræðimanna og fulltrúa frá stofnunum og söfnum sem fást við rannsóknir og varðveislu tónlistar. Flutt voru 10 erindi og sköpuðust afar áhugaverðar umræður í framhaldi af þeim. Það var mál manna að þarna væri kominn mikilvægur vettvangur fyrir fræðileg samskipti og miðlun á sviði tónlistarrannsókna. Margar tillögur komu fram varðandi framhaldið, m.a. að skapa vettvang til skoðanaskipta um málefni tónlistar á vefsíðu rannsóknarstofu í tónlistarfræðum. Lögð voru drög að næstu ráðstefnu sem skal halda ekki síðar en að ári.
Stofunun rannsóknarstofu í tónlistarfræðum
Rannsóknarstofa í tónlistarfræðum var stofnuð á ráðstefnu um tónlistarrannsóknir, föstudaginn 25. febrúar 2011. Afar góð mæting var á ráðstefnuna og fjölmörg áhugaverð erindi flutt. Vonir standa til að þetta sé aðeins byrjunin á áframhaldandi grósku á sviði tónlistarfræða og tónlistarrannsókna hér á landi.