Málskýrslur

Einn þáttur verkefnisins felst í því að semja skýrslur (Language Reports, Language Whitepapers) um stöðu tungumála og máltækni í einstökum Evrópulöndum. Skýrslurnar eiga að vera bæði á viðkomandi tungumáli og ensku. Í þeim er gerð grein fyrir

  • málsamfélaginu og hlutverki málsins í því
  • máltæknirannsóknum og máltækniiðnaði í landinu
  • hlutverki máltækniafurða og máltækniþjónustu í landinu
  • lagalegum atriðum varðandi máltækni, s.s. höfundaréttarmálum

Vinnunni við gerð META-NORD-skýrslnanna og frumniðurstöðum er lýst í greininni The META-NORD language reports og gerð er frekari grein fyrir niðurstöðum allra META-NET skýrslnanna í erindinu The META-NET Whitepaper Series on European Languages. Einnig er hér hægt að horfa á kynningu Andrejs Vasiljevs á skýrslunum á META-FORUM í Búdapest í júní 2011: 1. hluti2. hluti.