Málföng

Málföng er nýyrði fyrir ‘language resources’ og tekur bæði til málgagna (málheilda, orðasafna o.s.frv.) og máltóla (þýðingarforrita, markara, stafrýna o.s.frv.). Veigamesti verkþáttur META-NORD felst í því að safna tiltækum málföngum, skrá þau, fullvinna, staðla, og gera aðgengileg í gegnum META-SHARE. Þessi málföng verða háð mismunandi leyfum – sum verða algerlega opin til hvers konar nýtingar öllum án endurgjalds, önnur verða háð margs kyns takmörkunum á nýtingu, og enn önnur verða eingöngu fáanleg gegn gjaldi.

Skrá um íslensk málföng sem unnið verður með og/eða verða gerð aðgengileg í META-SHARE er í vinnslu. Ýmis málföng eru nú þegar opin og aðgengileg án takmarkana, s.s. IceNLP sem hægt er að sækja til http://icenlp.sourceforge.net og IcePaHC sem hægt er að sækja á http://www.linguist.is/icelandic_treebank/Download. Önnur málföng verða algerlega opin en eru ekki enn tiltæk til dreifingar, s.s. gögn úr talgreiningarverkefnunum Hjali og Almannarómi. Enn önnur málföng verða aðgengileg með tilteknum skilyrðum, s.s. Mörkuð íslensk málheild og Beygingarlýsing íslensks nútímamáls.