Stafsetningarorðabókin nú aðgengileg á netinu

Stafsetningarorðabókin er nú aðgengileg á netinu á slóðinni  http://snara.is/bls/um/_staf.aspx Þar segir þetta: Stafsetningarorðabókin er hin opinbera réttritunarorðabók um íslensku. Ritstjóri verksins er Dóra Hafsteinsdóttir. Bókin er gefin út í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í Stafsetningarorðabókinni eru ríflega 65.000 flettiorð og að auki um 8.000 undirflettiorð. Í bókinni er allur almennur orðaforði…

Máltækni á degi íslenskrar tungu

Tveir merkisviðburðir á sviði máltækni verða í dag, degi íslenskrar tungu. Annars vegar mun frú Vigdís Finnbogadóttir kynna nýjar íslenskar talgervlaraddir fyrir Blindrafélagið og hins vegar kynnir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nýja veforðabók, ISLEX. Dóra og Karl Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn sextánda nóvember næst komandi, klukkan tvö, mun verða kynning á mikilvægum…

Ný grein um máltækni

Í nýjasta hefti Hugrásar er grein eftir prófessor Eirík Rögnvaldsson sem nefnist Íslensk talkennsl og talgerving. Þar fjallar Eiríkur um tvö máltækniverkefni sem nú eru í vinnslu fyrir íslensku: annars vegar nýja talgervil Blindrafélagsins, sem pólska fyrirtækið Ivona vinnur við, og hins vegar talgreiniverkefnið Almannarómur, sem er samvinnuverkefni Google og Máltækniseturs. Greinina má lesa hér: http://www.hugras.is/2011/11/islensk-talkennsl-og-talgerving/

Máltækni á norrænni ráðstefnu

Dagana 27. og 28. október heldur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum málum ráðstefnu um norræna tungu og menningu og skal sérstök athygli vakin á dagskrárliðnum Hvordan kan sprogteknologi fremme forskning, indlæring og kommunikation på de nordiske sprog sem hefst klukkan níu á föstudeginum. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um efni þessa dagskrárliðar sem fram fer…

Evrópski tungumáladagurinn

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, STÍL, Samtök tungumálakennara á Íslandi og  mennta- og menningarmálaráðuneytið efna til dagskrár í Hátíðarsal Háskóla Íslands á Evrópska tungumáladeginum, mánudaginn 26. september nk. kl. 16:00. Dagskráin er haldin í samvinnu við samtökin AUS, AFS og Móðurmál. Við þetta tækifæri verður Evrópumerkið afhent, en það er viðurkenning fyrir nýbreytni og árangur í tungumálakennslu….

Kynning á IcePaHC

Undanfarið hefur verið unnið að IcePaHC (Icelandic Parsed Historical Corpus), setningafræðilega greindum textabanka (trjábanka) frá öllum öldum íslenskrar ritaldar. Þessu verki er nú lokið – búið er að greina eina milljón orða, u.þ.b. 100 þúsund frá hverri öld. Þar með er þetta orðið einn stærsti banki sinnar tegundar í heiminum. Bankinn verður ómetanlegt hjálpartæki við rannsóknir…