META-NORD lokið

META-NORD verkefninu er nú opinberlega lokið. Margt hefur áunnist á þessum tíma hér í íslenska verkefnishópnum. Þar má nefna skýrsluna um stöðu íslensku á stafrænni öld, vefsíðuna málföng.is, íslenskt efni í META-SHARE, veglegt málþing og almennt aukna vitund um stöðu máltækni á Íslandi.