Viðurkenninngar Íslenskrar málnefndar fara til frumkvöðla í máltækni

Á þingi Íslenskrar málnefndar um íslensku í tölvuheiminum sem haldið var þriðjudaginn 13. nóvember 2012 voru veittar þrjár viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Kristinn Halldór Einarsson hlaut viðurkenningu fyrir að hafa frumkvæði að og forystu um gerð nýs íslensks talgervils en um nýja talgervil Blindrafélagsins hefur áður verið fjallað á þessum síðum. Þá hlutu Jón Guðnason, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, og Trausti Kristjánsson frumkvöðull og aðjunkt við Háskólann í Reykjavík viðurkenningu fyrir framlag sitt til nýs talgreinis fyrir íslensku, en um hann hefur einnig verið rætt hér.

Meira má lesa og sjá um þetta á vef Árnastofnunar og á vef Sjónvarpsins