Kristín og Jón fá verðlaun fyrir Skramba

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands voru veitt í 14. sinn í gær við hátíðlega athöfn. Fyrstu verðlaun fengu Jón Friðrik Daðason tölvunarfræðingur og Kristín Bjarnadóttir, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar fyrir leiðréttingartólið Skramba.  Skrambi er leiðréttingarforrit sem greinir texta málfræðilega og finnur rétta stafsetningu orða út frá samhengi hans. Þannig getur forritið t.d. ákvarðað hvort skrifa eigi „leiti“ eða „leyti“.

Fyrsta útgáfa Skramba er áætluð á markað í febrúar 2013 og er stefnan að þróa það sem viðbót við ritvinnsluforrit. Nánar má lesa um Skramba og verðlaunaafhendinguna á vefnum student.is.