Dagur íslenskrar tungu

Í dag er dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni er mikið fjallað um íslenska tungu í fjölmiðlum og málþing haldin.

Leiðari Fréttablaðsins í dag er um íslenska máltækni og má finna hér:
http://www.visir.is/geturdu-talad-vid-tolvuna-thina-/article/2012711169903

Þá skrifar Helgi Hjörvar alþingismaður um máltækni, einnig í Fréttablaðið:
http://visir.is/islensk-tungutaekni/article/2012711169955

Á þriðjudaginn var hélt Íslensk málnefnd upp á daginn með málþingi um íslenska tungu, eins og áður hefur komið fram á þessum vef. Í gær var sameiginlegt málþing Íslenska málfræðifélagsins, Samtaka móðurmálskennara, Rannsóknastofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Málvísindastofnunar við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Yfirskriftin var ‘Víst er málfræði skemmtileg’ og markmiðið með málþinginu var að efna til umræðu um kennsluaðferðir og áherslur í málfræðikennslu þar sem sköpun er höfð að leiðarljósi.  Í dag er svo málþing Mímis, félags íslenskunema við Háskóla Íslands og má sjá dagskrána hér:

Dagskrá:

Er hrakspá Rasks að rætast?

Hugleiðingar um sótt og stafrænan dauða íslenskunnar

Eiríkur Rögnvaldsson – prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

Segulljóð – forrit til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið

Friðrik Magnússon og Guðný Þorsteinsdóttir – frumkvöðlar hjá Ís-leikir ehf.

Upplestur

Dagur Hjartarson

Upplestur

Einar Kárason

Hlé

Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar, Ölgerðarinnar, Norðlenska og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

App eða stefja – þurfum við nýyrði?

Ágústa Þorbergsdóttir – verkefnisstjóri á málræktarsviði Árnastofnunar

Hvernig er málvernd innan fjölmiðla háttað í reynd?

Magnús Teitsson – prófarkalesari

Tökusagnir: sterk beyging, sterkt mál!

Kristján Gauti Karlsson – formaður Mímis, félags íslenskunema

Íslensk textagerð rís á ný

Valur Snær Gunnarsson – rithöfundur og blaðamaður

Tónlist

Svavar Knútur – tónlistarmaður með meiru