Enn er ritað um stöðu máltækni á Íslandi í fjölmiðlum

Mbl.is ræddi við Eirík Rögnvaldsson sem sagði: „Aðalhættan er þessi að það vaxi hér upp kynslóð sem hefur það á tilfinningunni að íslenska sé gamaldags og ófullkomið tungumál sem henti ekki innan nýrrar tækni.“ Sjá meira á mbl.is:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/12/tungan_heldur_ekki_i_vid_taeknina/

Ruv.is fjallar líkar um máltækni vegna ályktunar Íslenskrar málnefndar í tengslum við dag íslenskrar tungu. Þar segir:  “Það er áhyggjuefni og áfall fyrir íslenska málstefnu að ný tækni á borð við spjaldtölvur og hugbúnað skuli vera innleidd í skólastarf á Íslandi án þess að gerðar séu ráðstafanir til að hægt sé að nota tæknina á íslensku.” Sjá meira á vef ruv.is:  http://ruv.is/frett/taeknin-gaeti-veikt-stodu-islenskunnar