Google skilur íslensku

Nú er hægt að nota íslenska raddleit í Google Search í Android símum. Það voru Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur sem í samstarfi við Google stóðu fyrir verkefninu Almannarómur þar sem rúmlega 123.000 íslenskum raddsýnum var safnað frá 563 einstaklingum. Google notaði síðan þessi raddsýni til að búa til talgreini fyrir íslensku. Því er nú hægt að tala við símann sinn og biðja hann um að leita að ákveðnum síðum í stað þess að slá inn leitarstrenginn.

Um þetta hefur verið fjallað í blaðagreinum í dag:

Mbl – http://www.mbl.is/frettir/taekni/2012/08/29/islenskan_komin_i_raddleit_google_2/

Vísir – http://www.visir.is/eyjafjallajokull—-google-skilur-nu-islensku/article/2012120828798

Sjá líka frétt um þetta frá september í fyrra: http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV01882692-57CC-46DA-BB19-1FC73CF7491C