Skýrsla um íslenska máltækni tilbúin

Nú er tilbúin lokagerð skýrslu um íslenska máltækni sem unnin var á vegum verkefnisins META-NET en Máltæknisetur tekur þátt í einu af undirverkefnum þess, META-NORD. Slíkar skýrslur hafa verið gerðar fyrir 30 Evrópumál og eru þær allar á tveim málum – ensku og því máli sem um er fjallað í hverri skýrslu. Það er bókaforlagið Springer sem gefur skýrslurnar út og eru þær væntanlegar á allra næstu vikum. Pdf útgáfa af íslensku skýrslunni er hins vegar nú þegar aðgengileg á vefnum og má hlaða henni niður hérna.