Málþing um máltækni

Þann 27. apríl mun META-NORD í samvinnu við Máltæknisetur og Íslenska málnefnd efna til málþings um íslenska máltækni. Hér að neðan er birt dagskrá ráðstefnunnar en frekari upplýsingar má finn á http://www.malfong.is/Malthing. Athugið að boðið verður upp á veggspjaldasýningu í kaffihlé og geta þeir sem áhuga hafa á að kynna verk sín haft samband við kmj@hi.is.

Dagskrá ráðstefnunnar

13.00 – Setning ráðstefnunnar: Guðrún Kvaran
13.05 – Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir
13.15 – Íslensk máltækni í evrópsku samhengi – META-NORD og META-NET: Eiríkur Rögnvaldsson
13.30 – Del eller dø?: Sabine Kirchmeier-Andersen
14.05 – Íslenska er málið: Tölvur og íslensk málstefna: Haraldur Bernharðsson
14.25 – Gagnasöfn frá sjónarhorni notandans: Kristín M. Jóhannsdóttir

14.50 – Kaffi og veggspjaldasýning

15.20 – Talgervlar og tungumál sem fáir tala: Kristinn Halldór Einarsson
15.40 – Almannarómur – Söfnun á íslensku talmáli fyrir talgreiningu: Jón Guðnason
16.00 – Samhengisháð ritvilluvörn: Jón Friðrik Daðason
16.20 – “Hér er ég, um ég, frá ég” – Mikilvægi fallbeygingar í leitarvélum: Jón Eðvald Vignisson
16.40 – Ráðstefnuslit