Meginhlutverk kennaradeildar Menntavísindasviðs er að hafa forystu um vandaða menntun fyrir kennara á öllum skólastigum. Kennaradeild menntar, í samstarfi við vettvang, öflugt fagfólk til að leggja grunn að árangursríku starfi í skólum landsins og leiða faglega þróun þess. Deildin leggur því áherslu á rannsóknir og þróunarstarf á sviði menntamála og skólastarfs.
Í kennaradeild er lögð alúð við fólk og fræði. Það felur í sér að starfshættir deildarinnar byggjast á lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni og virðingu fyrir einstaklingum og margbreytileika mannlífsins. Lögð er áhersla á vísindaleg vinnubrögð, siðferðilega ábyrgð, gagnrýna hugsun og skapandi starf.
Í kennaradeild er litið á kennaramenntun sem ævimenntun og starfsþróun sem mikilvægan þátt í starfi hvers kennara.