Fimmti fundur
Á fimmta og síðasta fundi í fundaröð Menntavísindasviðs Háskóla Íslands; Kennaramenntun í deiglu var fjallað um kennaramenntun í Evrópu. Einnig var farið yfir samantekt fyrri funda og síðan tóku við pallborðsumræður.
Í upphafi fjallaði Anja Swennen kennari við Vrije Universiteit í Amsterdam um strauma í kennaramenntun frá evrópskum sjónarhóli. Hún hefur m.a. starfað á vegum Association of Teacher Education in Europe (ATTE). Árið 2009 var hún annar ritstjóri bókarinnar, Becoming a Teacher Educator: Theory and Practice for Teacher
Educators. Sjá nánar um Anja Swennen
Síðan tók Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar, saman það sem fram hefur komið á fyrri fundum. Að því búnu tóku við pallborðsumræður.
Í pallborði, sem bar yfirskriftina Kennaramenntun í deiglu: Brýnustu verkefni framundan, sátu Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs, Sigurjón Mýrdal deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimila og skóla – landssamtaka foreldra og Svandís Ingimundardóttir skólamálafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Umfjöllun Svandísar Ingimundardóttur í pallborði og yfirlit yfir gögn og umræðu um kennarastarfið sem Svandís tók saman.