Fjórði fundur um kennaramenntun í deiglu

Efni frá fjórða fundi um kennaramenntun í deiglu er komið inn á vefinn. Á þeim fundi  var fjallað um hæfni kennara og leiðir í menntun. Rætt var um nýja skipan náms leik-, grunn- og framhaldsskólakennara á Menntavísindasviði.

Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar, flutti  inngangsorð og síðan skipuðu fundarmenn sér í þrjár málstofur, eftir skólastigum. Í hverri málstofu greindi námsbrautarstjóri viðkomandi skólastigs  frá tillögum um nýja skipan kennaranáms og síðan fjallaði fagfólk um hvað það álítur mikilvægt veganesti inn í starfið fyrir hvert skólastig fyrir sig.

Leikskólakennarafræði

Ný skipan náms  Kristín Karlsdóttir, formaður námsbrautar í leikskólakennarafræði
Sjónarhorn starfandi leikskólakennara  Marta Dögg Sigurðardóttir, leikskólakennari

Samantekt

Grunnskólakennarafræði

Ný skipan náms  Kristín Jónsdóttir, formaður námsbrautar í grunnskólakennarafræði
Sjónarhorn starfandi grunnskólakennara Guðbjörg Ragnarsdóttir, grunnskólakennari

Samantekt

Fagreinakennarar

Þekking og hæfni faggreinakennarans og ný skipan náms Hafdís Ingvarsdóttir, formaður námsbrautar í framhaldsskólakennarafræði
Menntun faggreinakennara  Eiríkur Rögnvaldsson, deildarforseti við Háskóla Íslands
Menntun faggreinakennara  Anna María Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari

Samantekt umræðu

Upptökur:

Málstofa um nýja skipan nám í leikskólafræði

Málstofa um nýja skipan náms í grunnskólakennarafræði.

Framhaldsskóli

This entry was posted in Efni frá Íslandi and tagged , , , . Bookmark the permalink.