Efni frá þriðja fundi um kennaramenntun í deiglu

Sett hafa verið inn á vefinn  erindi þriðja fundar um kennaramenntun í deiglu og einnig samantektir úr umræðu fyrsta og annars fundar.

Þriðji fundur; Menntun kennara á vettvangi og tengsl við þróun skólastarfs

Upptaka af þriðja fundinum

Hvað merkir samábyrgð í kennaranámi?
Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við Menntavísindasvið, fjallaði um ólíkar leiðir sem fara mætti í þróun kennaranáms
og mikilvægi þess að tengsl akademísks náms og starfs á vettvangi rofni ekki. Hún ræddi  um hugtakið ábyrgð og lagði til að  hugtakið samábyrgð verði notað sem leiðarljós í umræðu um þróun kennaramenntunar.

Starfsþjálfun í menntun framhaldsskólakennara og tengsl við þróun í skólastarfi
Ingibjörg Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð og verkefnisstjóri við starfsþjálfun kennaranema, rakti hvernig samstarfi framhaldsskóla og Menntavísindasviðs er háttað. Hún sagði ferlið mikilvægt fyrir alla aðila, kennaranemann,  leiðsagnarkennarann og heimaskólann. Nemarnir sæki mikilvæga reynslu, en komi jafnframt með hugmyndir, nýjungar og ný sjónarmið út í skólana.
Vangaveltur um vettvangsnám kennaranema frá sjónarhóli leikskólans
Ingibjörg E. Jónsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Bakka og verkefnisstjóri við starfsþjálfun kennaranema, fjallaði um þann ávinning sem leikskólinn hefur af því að hafa kennaranema í vettvangsnámi og hvernig það ætti að vera skipulagt til að það skili árangri fyrir skólann. Hún sagði frá reynslu leikskólans af því að taka á móti kennaranemum síðustu fimm árin og hvernig samstarfið hefur eflt starfið í leikskólanum og kennaranna sem þar starfa.

Samantekt umræðu

This entry was posted in Uncategorized and tagged . Bookmark the permalink.