Samfélagið og áherslur í kennaramenntun

3. maí kl. 15.00–16.30 í Skriðu, fyrirlestrarsal í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð

Á öðrum fundi fundaraðar Menntavísindasviðs Kennaramenntun í deiglu verður fjallað um samfélagið og áherslur í kennaramenntun. Flutt verða erindi um hlutverk kennaramenntunar í samfélaginu, menntun til sjálfbærni og mikilvægi menntunar í samtímanum.

Upptaka af öðrum fundi um kennaramenntun í deiglu 4. maí 2010.


Fagmennska kennara – kjarni kennaramenntunar
Sigurjón Mýrdal deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti
fjallar um hlutverk kennaramenntunar í samfélaginu. Hann telur að kjarni kennaramenntunar þurfi að snúast um starfskenningu, gildi og hæfni í starfi. Í breytingum sem framundan eru á kennarastarfinu er ástæða til að beina athyglinni sérstaklega að menntastofnunum kennara og starfsmönnum þeirra. Hverjir eru best til þess fallnir að mennta kennara og við hvaða aðstæður? Í hverju er fagmennska þeirra fólgin?


Ábyrgð kennara í ósjálfbærum heimi

Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs ræðir um menntun til sjálfbærni sem nú er ein af fimm stoðum menntunar barna í landinu, en fæstir í þjóðfélaginu skilja hvað hugtakið felur í sér.  Í erindinu gerir Kristín Vala grein fyrir hvers vegna menntun til sjálfbærni er lykillinn að framtíðarvon komandi kynslóða. Hún ræðir um ábyrgð kennara í ósjálfbærum heimi og að sjálfbærni þurfi að vera kjarninn í kennslu allra faga.


Haldbær menntun
Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við Menntavísindasvið
veltir því fyrir sér að á sama tíma og almenn menntun og háskólamenntun hafi aukist á Íslandi, þá hafi íslenskt samfélag líklega verið sífellt fjær því marki að vera sjálfbært, bæði með tilliti til náttúru, efnahags og samfélagsgerðar. Til að velta fyrir sér ástæðum þessa öfuga samspils menntunar og sjálfbærni skoðar Ólafur eðli og inntaki menntunar, fræðilegrar þekkingar og siðferðis.

This entry was posted in Efni frá Íslandi and tagged , . Bookmark the permalink.