Fundaröð um kennaramenntun í deiglu

Árið 2008 voru samþykkt lög frá Alþingi um að menntun kennara á skólastigunum frá leikskóla til framhaldsskóla skuli frá og með júlí  2011 ljúka með meistaragráðu. Í kjölfar lagasetningarinnar hófst vinna við skipulag fimm ára kennaranáms í Kennaraháskóla Íslands  og síðan við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 

Af þessu tilefni boðar Menntavísindasvið til fimm opinna funda á næstu vikum, sjá meðfylgjandi dagskrá. Tilgangur fundanna er í  fyrsta lagi að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt í umræðu um kennaramenntun og í öðru lagi að kynna þær áætlanir um námsskipan sem Menntavísindasvið vinnur að um þessar mundir. 

Umræða um og endurskoðun á kennaramenntun hér á landi er í takt við það sem gerist annars staðar, s.s. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem fram fer grundvallarendurskoðun á menntun kennara. Mikið er rætt um kennaramenntun á samnorrænum vettvangi en einnig í fjölmörgum Evrópulöndum utan Norðurlandanna og víða um heim. Álitaefnin eru mörg og tekist er á um inntak kennaramenntunar en rannsóknir staðfesta að kunnátta kennara skiptir sköpum um árangursríkt skólastarf. 

Á hverjum fundi verða stutt framsöguerindi og síðan opnar umræður. Samantekt úr umræðum verður kynnt á síðasta fundi. Verður hún höfð til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu við skipulag kennaranáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Fundirnir eru öllum opnir.

Dagskrá fundanna

This entry was posted in fréttir and tagged , , . Bookmark the permalink.