Tilvísanir

Hlutverk tilvísana er að vísa lesanda til heimildar þar sem hún er skráð í heimildaskrá. Samkvæmt neðanmálsgreinakerfi Chicago eru tilvísanir skráðar í neðanmáls- eða aftanmálsgreinum. Í meginmáli vísa brjóstletruð (e. superscript) númer lesanda á þá tilvísun sem við á hverju sinni. Sjá nánar um tilvísananúmer hér.

Tilvísanir eru ýmist skráðar í neðanmálsgreinum, sem eru neðst á hverri síðu, eða aftanmálsgreinum sem eru þá aftast í hverri grein, bókarkafla eða bók. Efsta lína tilvísunar er inndregin.


Liðir í skráningu

Ákveðnar upplýsingar eru skráðar í tilvísunum og í ákveðinni röð.

Í tilvísunum koma oftast fram, í þessari röð: nafn höfundar, titill og upplýsingar um útgáfu.
Þessi atriði eru aðskilin með kommum og upplýsingar um útgáfu eru hafðar í sviga.

Nöfn höfunda eru skráð með fornafni á undan eftirnafni. Titlar heildarverka eru skáletraðir en titlar hluta úr verki, svo sem kafla eða greinar í tímariti, hafðir innan gæsalappa. Nákvæmt blaðsíðutal í efnið sem vísað er til fylgir í tilvísun.

Í stuttum tilvísunum er aðeins skráð eftirnafn höfundar og ártal.

Nánari umfjöllun um skráningu einstakra liða.


Langar og stuttar tilvísanir
Tilvísananúmer