Væntanlegar greinar

Ef búið er að samþykkja grein til birtingar er skráð „væntanlegt“ í stað dagsetningar. Þetta þarf þó ekki að koma fram í stuttum tilvísunum. Greinar sem ekki hafa hlotið samþykki til útgáfu ætti að skrá eins og óútgefið handrit.


Löng tilvísun

4. Jóhanna Pálsdóttir, „Þegar stúlkan söng,“ Sögur af Suðurnesjum (væntanlegt).

Stutt tilvísun

8. Jóhanna Pálsdóttir, „Þegar stúlkan söng,“ Sögur af Suðurnesjum.

Heimildaskrá

Jóhanna Pálsdóttir. „Þegar stúlkan söng.“ Sögur af Suðurnesjum (væntanlegt).