Rafrænar tímaritsgreinar

Ef um rafræna tímaritsgrein er að ræða er gerð grein fyrir því með því að bæta DOI-númeri eða vefslóð við, aftast í skráningu heimildar. Æskilegt er að DOI-númer sé notað, hafi efninu verið úthlutað slíku númeri.

DOI-númer og vefslóðir samanstanda af röð tákna með engum bilum á milli. Skrá skal allt númerið eða slóðina. Fyrir framan DOI-númerið er skrifað „doi“ með litlum stöfum, líka þegar það stendur á eftir punkti í heimildaskrá.

Engum táknum á að breyta í DOI-númerum og vefslóðum. Skástrik í lok vefslóða er hluti slóðarinnar. Ef DOI eða vefslóð enda á greinarmerki er það hluti viðkomandi númers eða slóðar og því skal bæta greinarmerki við á eftir, eins og við á.

Ekki á að bæta bandstriki í DOI-númer eða vefslóð ef hún skiptist á milli lína. Bandstrik sem er hluti DOI eða slóðar á sömuleiðis ekki að standa aftast í línu, áður en hún skiptist. Almennt er óþarfi að skipta sér af því hvernig ritvinnsluforrit skipta DOI-númerum og vefslóðum á milli lína.

Chicago-staðall krefst þess ekki að skráð sé hvenær efni er sótt af vefnum. Sumir útgefendur og fræðasvið gera þó kröfu um það og nokkuð algengt er að kennarar geri þá kröfu í nemendaverkefnum. Hér eru því dæmi almennt höfð með „sótt-dagsetningu“.

Hér má finna dæmi um skráningu rafrænna tímaritsgreina án upplýsinga um hvenær efni var sótt.


Langar tilvísanir

1. Frank P. Whitney, „The Six-Year High School in Cleveland,“ School Review 37, nr. 4 (1929): 268, sótt 12. apríl 2008, http://www.jstor.org/stable/1078814.

2. María de la Luz Inclán, „From the ¡Ya Basta! to the Caracoles: Zapatista Mobilization under Transitional Conditions,“ American Journal of Sociology 113, nr. 5 (2008): 1318, sótt 4. nóvember 2013, doi:10.1086/525508.

3. Helga Kress, „Veröldin er söngur: Hinn hreini tónn og kvenmynd eilífðarinnar í verkum Halldórs Laxness,“ Skírnir 176, (vor 2002): 52–53, sótt 27. júní 2014, http://www.skirnir.is/files/uploads/Helga%20Kress.pdf.

4. Patrick G. P. Charles et al., „SMART-COP: A Tool for Predicting the Need for Intensive Respiratory or Vasopressor Support in Community-Acquired Pneumonia,“ Clinical Infectious Diseases 47 (2008): 377, sótt 17. júlí 2008, doi:10.1086/589754.

Stuttar tilvísanir

34. Whitney, „The Six-Year High School,“ 268.

35. Inclán, „From the ¡Ya Basta!,“ 1318.

36. Helga Kress, „Veröldin er söngur,“ 53.

37. Charles o.fl., „SMART-COP: A Tool,“ 377.

Heimildaskrá

Charles, Patrick G. P., Rory Wolfe, Michael Whitby, Michael J. Fine, Andrew J. Fuller, Robert Stirling, Alistair A. Wright o.fl. „SMART-COP: A Tool for Predicting the Need for Intensive Respiratory or Vasopressor Support in Community-Acquired Pneumonia.“ Clinical Infectious Diseases 47 (2008): 375–84. Sótt 17. júlí 2008. doi:10.1086/589754.

Helga Kress. „Veröldin er söngur: Hinn hreini tónn og kvenmynd eilífðarinnar í verkum Halldórs Laxness.“ Skírnir 176, (vor 2002): 52–53. Sótt 27. júní 2014, http://www.skirnir.is/files/uploads/Helga%20Kress.pdf.

Inclán, María de la Luz. „From the ¡Ya Basta! to the Caracoles: Zapatista Mobilization under Transitional Conditions.“ American Journal of Sociology 113, nr. 5 (2008): 1316–50. Sótt 4. nóvember 2013. doi:10.1086/525508.

Whitney, Frank P. „The Six-Year High School in Cleveland.“ School Review 37, nr. 4 (1929): 267–71. Sótt 12. apríl 2008. http://www.jstor.org/stable/1078814.


Meira um rafrænar heimildir.


 „Sótt-dagsetningu“  sleppt