Annað efni í tímaritum

Þegar vísað er í annað efni en greinar í tímaritum er útskýrt, á eftir kommu fyrir aftan titil, um hvers konar efni ræðir. Þar má tilgreina höfund efnis, framleiðanda eða listamann, eftir því sem við á. Ef um er að ræða dóm um flutt verk svo sem leikrit eða tónleika kemur fram hvar og hvenær verkið var flutt.

Sömu reglur um útskýringar á efni gilda og þegar vísað er í svipað efni í dagblöðum.


Langar tilvísanir

1. Angela Sorby, ritdómur um Songs of Ourselves: The Uses of Poetry in America, eftir Joan Shelley Rubin, American Historical Review 113 (apríl 2008): 449–51, sótt 24. maí 2010, doi:10.1086/ahr.113.2.449.

2. Ása Harðardóttir, „Gjörbreytt mataræði, aðhald og trú,“ viðtal eftir Sigríði Jónsdóttur, Adhd: Fréttabréf ADHD samtakanna 1, nr. 23 (2010): 8–12, sótt 14. júní 2011, http://www.adhd.is/static/files/greinasafn/frettabref/2010.pdf.

Stuttar tilvísanir

1. Angela Sorby, ritdómur um Songs of Ourselves, 449–51.

2. Ása, „Gjörbreytt mataræði, aðhald og trú,“ 8–12.

Heimildaskrá

Ása Harðardóttir. „Gjörbreytt mataræði, aðhald og trú.“ Viðtal tekið af Sigríði Jónsdóttur. Adhd: Fréttabréf ADHD samtakanna 1, nr. 23 (2010): 8–12. Sótt 14. júní 2011. http://www.adhd.is/static/files/greinasafn/frettabref/2010.pdf.

Sorby, Angela. Ritdómur um Songs of Ourselves: The Uses of Poetry in America, eftir Joan Shelley Rubin. American Historical Review 113 (apríl 2008): 449–51. Sótt 24. maí 2010. doi:10.1086/ahr.113.2.449.