Kvikmyndir

Grunnsnið:

Löng tilvísun
Nafn. Sena/kafli kvikmyndar“ (ef nauðsynlegt er). Titill kvikmyndar. Miðill. Leikstýrt af Nafn leikstjóra. Borg/Land, Dreifingaraðili, útgáfuár.

Stutt tilvísun
Nafn. Sena/kafli kvikmyndar“ (ef nauðsynlegt er), Titill kvikmyndar, útgáfuár.

Heimildaskrá
Nafn. Titill kvikmyndar. Miðill. Leikstýrt af Nafn leikstjóra. Borg/Land, Dreifingaraðili, útgáfuár.

Það nafn sem skrá skal fremst í tilvísun eða skráningu í heimildaskrá er nafn þess aðila sem er ábyrgur fyrir því efni sem vísað er til, hvort sem það er t.d. persóna í kvikmyndinni eða tónlist úr kvikmyndinni (þá nafn þess er flutti tónlistina).

Oft þarf að vísa í ákveðna kafla eða senur kvikmynda. Þess skal geta strax á eftir nafni og innan gæsalappa.

Með miðli er átt við það margmiðlunarform sem kvikmyndin er á (geisladiskur, DVD-diskur, VHS-spóla eða annað).

Stundum kemur fram í hvaða borg kvikmynd var framleidd og skal það þá nefnt. Annars skal landið látið duga.


Langar tilvísanir
Doe, Jane. Humble Beginnings.“ BibMe: The Movie. DVD-diskur. Leikstýrt af John Smith, og Joe Anderson. Los Angeles, Bandaríkin, 2001.

Stuttar tilvísanir
Doe, Jane. Humble Beginnings.“ BibMe: The Movie, 2001.

Heimildaskrá
Doe, Jane. BibMe: The Movie. DVD-diskur. Leikstýrt af John Smith. Los Angeles, Bandaríkin, 2001.


Rafrænar tímaritsgreinar
Titlar tímaritsgreina
Heiti tímarita
Útdrættir í tímaritum
Annað efni í tímaritum
Væntanlegar greinar