Annað efni í dagblöðum

Þegar vísað er í annað efni en greinar í dagblöðum þarf að koma fram um hvers konar efni er að ræða með útskýringu á eftir titli, til dæmis fréttatilkynning, auglýsing, viðtal eða gagnrýni.

Þegar vísað er í gagnrýni ýmis konar skal fyrst skrá nafn þess er ritar dóminn. Titil efnisins sem er gagnrýnt og höfund þess, framleiðanda eða listamann eftir því sem við á og upplýsingar um ritið þar sem dómurinn hefur birst. Ef um er að ræða flutt verk svo sem leikrit eða tónleika kemur fram hvar og hvenær verkið var flutt.

Sömu reglur gilda um útskýringar á efni og þegar það birtist í tímaritum.


Langar tilvísanir

1. David Kamp, „Deconstructing Dinner,“ ritdómur um The Omnivore’s Dilemma: A Natural History of Four Meals, eftir Michael Pollan, New York Times, 23. apríl 2006, Sunday Book Review, sótt 7. maí 2006, http://www.nytimes.com/2006/04/23/books/review/23kamp.html.

2. „Bjössi málari kemur húsinu í stand!“ Fréttablaðið, smáauglýsing, 27. maí 2013.

3. Ingibjörg Gunnarsdóttir, „Vetrarvítamínið,“ viðtal eftir vidir@365.is, Fólk, Fréttablaðið, 27. nóvember 2012.

4. Ben Brantley, kvikmyndagagnrýni um Our Lady of Sligo, eftir Sebastian Barry, leikstýrt af Max Stafford-Clark, Irish Repertory Theater, New York, New York Times, 21. apríl, 2000, helgarútgáfa.

6. David Denby, kvikmyndagagnrýni um WALL-E, Disney/Pixar, New Yorker, 21. júlí 2008, sótt 4. desember 2008, http://www.newyorker.com/arts/critics/cinema/2008/07/21/080721crci_cinema_denby.

7. Allan Kozin, gagnrýni um flutning Timothy Fain (fiðla) og Steven Beck (píanó), 92nd Street Y, New York. New York Times, 21. apríl 2000, helgarútgáfa.

Stuttar tilvísanir

1. Kamp, „Deconstructing Dinner,“ 23. apríl 2006.

2. „Bjössi málari kemur húsinu í stand!“ 27. maí 2013.

3. Ingibjörg, „Vetrarvítamínið,“ 27. nóvember 2012.

4. Brantley, kvikmyndagagnrýni, 21. apríl, 2000, helgarútgáfa.

6. Denby, kvikmyndagagnrýni, 21. júlí 2008.

7. Kozin, gagnrýni, 21. apríl 2000.

Heimildaskrá

„Bjössi málari kemur húsinu í stand!“ Smáauglýsing. Fréttablaðið, 27. maí 2013.

Brantley, Ben. Kvikmyndagagnrýni um Our Lady of Sligo, eftir Sebastian Barry, leikstýrt af Max Stafford-Clark, Irish Repertory Theater, New York. New York Times, 21. apríl 2000, helgarútgáfa.

Denby, David. Kvikmyndagagnrýni um WALL-E, Disney/Pixar. New Yorker, 21. júlí 2008. Sótt 4. desember 2008. http://www.newyorker.com/arts/critics/cinema/2008/07/21/080721crci_cinema_denby.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, „Vetrarvítamínið.“ Viðtal eftir vidir@365.is. Fólk. Fréttablaðið, 27. nóvember 2012.

Kamp, David. „Deconstructing Dinner.“ Ritdómur um The Omnivore’s Dilemma: A Natural History of Four Meals, eftir Michael Pollan. New York Times, 23. apríl 2006, Sunday Book Review. Sótt 7. maí 2006, http://www.nytimes.com/2006/04/23/books/review/23kamp.html.

Kozin, Allan. Gagnrýni um flutning Timothy Fain (fiðla) og Steven Beck (píanó), 92nd Street Y, New York. New York Times, 21. apríl 2000, helgarútgáfa.