Safnrit

Snið:

Löng tilvísun
Höfundur/ritstjóri, Heiti safnsins, ritstj., Nafn ritstjóra, heildarfjöldi binda (Útgáfustaður: Útgáfa, útgáfuár), blaðsíðutal.

Stutt tilvísun
Höfundur/ritstjóri, Titill safnrits, blaðsíðutal.

Heimildaskrá
Höfundur/ritstjóri. Heiti safnsins. Ritstýrt af nafn ritstjóra. Heildarfjöli binda. Útgáfustaður: Útgáfa, útgáfuár.


Þegar vísað er í heilt safnrit er heildarfjöldi binda gefinn upp eftir titli verksins eða nafni ritstjóra, sé hann nefndur auk höfundar. Hafi safnritið verið gefið út á nokkurra eða margra ára tímabili skal gefa upp dagsetningu fyrsta og síðasta bindisins og þau skulu aðskilin með –.

Athugið að stundum er enginn höfundur skráður fyrir safnriti, aðeins ritstjóri. Hér eru dæmi um skráningu þar sem annars vegar er skráður höfundur auk ritstjóra og hins vegar þar sem ritsjóri er skráður fyrir öllu verkinu.

Langar tilvísanir

1. Henry James, The Complete Tales of Henry Jems, ritstj. Leon Edel, 12 bindi (London: Rupert Hart-Davis, 1962–64), 190.

2. Muriel St. Clare Byrne, ritstj., The Isle Letters. 6 bindi (Chicago: University of Chicago Press, 1981), 66.

Stuttar tilvísanir

3. Byrne, The Isle Letters, 90.

4. James, The Complete Talse, 118.

Heimildaskrá

Byrne, Muriel St. Clare, ritstj. The Lisle Letters. 6 bindi. Chicago: University of Chicago Press, 1981.

James, Henry. The Complete Tales of Henry James. Ritstýrt af Leon Edel. 12 bindi. London: Rupert Hart-Davis, 1962–64.


Eitt bindi í safnriti