Heimildaskrá

Í heimildaskrá er að finna upplýsingar um þær heimildir sem vísað er til í meginmáli ritsmíðarinnar (hvort sem um er að ræða bók, tímaritsgrein, bókakafla eða annað). Upplýsingar um höfunda, titla og útgáfu heimildar eru skráðar í heimildaskrá og vísað til þeirra með stuttum tilvísunum í neðanmálsgreinum sem eru númeraðar í texta. Hægt er að sleppa heimildaskrá og nota langar tilvísanir og skrá í fyrstu tilvísun allar þær upplýsingar sem annars koma fram í heimildaskrá, í seinni tilvísunum í sömu heimild má nota stutt form þeirra.

Heimildaskráin er aftast í ritverkinu, á undan atriðaorðaskrá. Heimildaskrá er höfð með hangandi inndrætti.

Eftirtaldir skráningarliðir koma oftast fram í heimildaskrá í þessari röð:  nafn höfundar, titill og upplýsingar um útgáfu.

Liðir í heimildaskrá eru aðskildir með punktum. Sé um íslenskan höfund að ræða skal skrá skírnarnafnið fyrst, svo eftirnafnið. Skírnarnafnið ræður röð heimildarinnar í heimildarskrá. Sé um erlendan höfund að ræða miðast röð heimldar í heimildaskrá við eftirnafnið og því er það skráð á undan skírnarnafni.

Titlar heildarverka eru skáletraðir en titlar hluta úr verki, svo sem kafla eða greinar í tímariti, hafðir innan gæsalappa.

Ef vísað er til hluta úr verki er skráð fullt blaðsíðutal þess hluta. Ef um rafræna heimild er að ræða er vefupplýsingum bætt við aftan við upplýsingar um útgáfu

Heimildaskrá er stundum skipt upp í hluta ef það auðveldar lesandanum að lesa hana. Þegar nauðsynlegt þykir að skipta heimildaskránni upp ætti að hafa skýrandi undirfyrirsagnir á hverjum hluta. Almennt er þó ekki mælt með slíkri skiptingu.


Röð heimilda