Útgáfustaður

Yfirleitt kemur fram á titilsíðu bóka hvar þær eru gefnar úr. Oftast er um þá borg að ræða þar sem skrifstofur útgáfufyrirtækisins eru staðsettar.

Þegar ekki er vitað hvar verk var gefið út má skrifa „án staðar“ eða „á.s.“.

(á.s. Windsor, 1910)
(á.s. Jón Jónsson, 1920)

Þegar tvær eða fleiri borgir eru gefnar upp er eingöngu fyrsta borgin skráð.

Berkeley: University of California Press
Los Angeles: J. Paul Getty Trust Publications
New York: Macmillan
New York: Oxford University Press
Oxford: Clarendon Press

Ef borgin þar sem verk ef gefið út gæti verið lesendum ókunn eða ruglað saman við aðra borg má nefna ríki, sýslu eða land. Hvað íslenskar heimildir varðar er nóg að nefna borgina.

Hér að neðan er listi yfir vinsælar bandarískar og breskar útgáfur og hvernig skal skrá þær.

Cambridge, MA: Harvard University Press
Cambridge, MA: MIT Press
Cheshire, CT: Graphics Press
Englewood Cliffs, NJ: Prentice Hall
Harmondsworth, UK: Penguin Books
Ithaca, NY: Cornell University Press
New Haven, CT: Yale University Press
Princeton, NJ: Princeton University Press
Reading, MA: Perseus Books
Washington, DC: Smithsonian Institution Press
Waterloo, ON: Wilfrid Laurier University Press

en

Cambridge: Cambridge University Press

Ef fylkið kemur fram í nafni útgefanda er skammstöfunin óþörf.