Útgáfuár

Aðeins er gefið upp árið sem bók kemur út, ekki mánuðurinn eða dagurinn. Taka skal fram við hvaða útgáfu bókarinnar er notast ef ekki er um fyrstu útgáfu að ræða. Þetta þarf ekki í stuttum tilvísunum.

Stundum eru gefnar upp nákvæmari tímasetningar hvað tímarit, viku- og mánaðir og dagblöð varðar sem og rafrænt efni og efni á vef.

Langar tilvísanir

3. Christopher Kendris og Theodore Kendris, 501 Spanish Verbs, 6. útg. (Hauppauge, NY: Barron’s Educational Series, 2007), 88.

4. Turabian, Kate L., A. Manual for Writers of Term Papers, Theses, and Dissertations, 7. útg., endurskoðað af Wayne C. Booth, Gregory G. Colomb og Joseph M. Williams (Chicago: University of Chicago Press, 2007).

Stuttar tilvísanir

7. Kendris og Kendris, 501 Spanish Verbs, 88.
8. Turabian, A Manual for Writers.

Heimildaskrá

Kendris, Christopher og Theodore Kendris, 501 Spanish Verbs, 6. útgáfa. Hauppauge, NY: Barron’s Educational Series, 2007.

Turabian, Kate L. A Manual for Writers of Term Papers, Theses, and Dissertations. 7. útgáfa, endurskoðað af Wayne C. Booth, Gregory G. Colomb og Joseph M. Williams. Chicago: University of Chicago Press, 2007.


Án dagsetningar

Þegar ekki er hægt að tilgreina eða ekki er gefið upp hvaða ár verk kemur út er skrifað „án dagsetningar“ eða „á.d.“ þar sem annars væri skráð útgáfuárið. Ef líklegt þykir að verk hafi komið út tiltekið ár má skrá þá dagsetningu innan hornklofa með spurningarmerki á eftir.

Boston, á.d.
Edinburgh, [1750?]

eða

Edinburgh, á.d., u.þ.b. 1750


Væntanlegt

Þegar von er á bók frá úgefanda og titllinn er kominn en engin dagsetning er skráð „væntanlegt“ í stað dagsetningar. Stundum er skrifað „í prentun“.