Upplýsingar um útgáfu

Upplýsingar um útgáfustað (borg), útgefanda og dagsetningu (ár) eru aftast í skráningu heimildar. Þessi atriði eru innan sviga í löngum tilvísunum en ekki í heimildaskrá. Það er tvípunktur á milli staðar og útgefanda. Dagsetningin er á eftir útgefandanum, á milli er komma. Upplýsingar um útgáfu koma ekki fram í stuttum tilvísunum. Athugið að þegar um er að ræða tímaritsgreinar eru ekki skráðar upplýsingar um útgáfustað eða útgefanda. Þetta á einnig við um ýmsar rafrænar heimildir og heimildir á netinu.

Þegar um er að ræða bækur sem gefnar voru út fyrir 1900 er ástættanlegt að sleppa nafni úgefandans og skrá aðeins stað og dagsetningu útgáfunnar. Komma, ekki tvípunktur, er á eftir staðnum.

Langar tilvísanir

1. E. M. Forster, Howards End (London: Edward Arnold, 1910).

2. Oliver Goldsmith, The Vicar of Wakefield (Salisbury, 1766).

Stuttar tilvísanir

6. Forster, Howards End.

7. Goldsmith, The Vicar of Wakefield.

Heimildaskrá

Forster, E. M. Howards End. London: Edward Arnold, 1910.

Goldsmith, Oliver. The Vicar of Wakefield, Salisbury, 1766.


Útgáfustaður
Útgefandi
Útgáfuár